Krist­björg Kjeld stendur enn á leik­hússviði 86 ára gömul. Síst fækkar verk­efnunum og hefur hún til að mynda sam­þykkt að fara með aðal­hlut­verk í verki sem frum­sýnt verður árið 2023. Hún segir það mikið lán að hafa fulla heilsu og geðið í lagi.

Krist­björg sem er fædd árið 1935 hefur sannar­lega upp­lifað tímanna tvenna en er aug­ljós­lega ekki föst í gömlu fari, hún lifir í núinu.

„Maður er bara lifandi og ein­hvern veginn fylgir straumnum. Ég get ekki frá­skilið ein­hvern tíma sem var svona og hin­segin. Þetta bara þróast á­fram og maður þróast með. Eins og ég segi stundum við yngri vin­konur mínar: „Ég er ekkert eldri en þið – við erum bara að tala saman, ég og þú, og ég er bara hér og nú! Með ykkur,“ segir hún með á­herslu. „Nei í al­vöru ef maður væri alltaf að tala um hvað maður væri gamall? Ég bara get það ekki? Það er bara ekki í mér.“

„Leik­húsið kennir manni líka ýmis­legt og það að vinna með þessu frá­bæra unga fólki, það er svo gaman. Það er svo flinkt þetta unga fólk í dag, svo góð. Það getur sungið og það getur dansað.“

Það er aug­ljóst að Krist­björg er enn að stækka og þroskast. „Mann langar alltaf að verða betri, þetta er ei­lífðar­verk­efni, að ég held í öllum störfum, alla vega skapandi störfum. Að vera í núinu og bæta við sig. Annars væri þetta náttúr­lega ekki gaman. Þetta er bara á­skorun.“