Björn Leifs­son, eig­andi World Class, segist ekki vera ó­sáttur með hertu að­gerðir yfir­valda sem tóku gildi á mið­nætti en meðal þeirra var að loka öllum líkams­ræktar­stöðvum á Ís­landi.

„Ég er alveg sáttur við þessar að­gerðir þannig lagað. Auð­vitað er maður ekki sáttur við að þurfa loka en eitt­hvað verður að gera til að stoppa þetta,“ segir Björn.

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að smitaður ein­stak­lingur fór á æfingu Í World Class Laugum á laugar­daginn. Ekki er vitað til þess hvort ein­stak­lingurinn hafi smitað frá sér en að sögn Björns fara þeir sem voru settir í sótt­kví vegna smitsins í skimun um helgina.

„Það hafa komið smitaðir ein­staklingar í fyrri bylgju í tíma hjá okkur og það kom ekkert smit út frá því. Svo kom maður hérna fyrir mánuði síðan og þá smitaðist enginn sem var með honum í hólfi. Núna seinasta laugar­dag kom smitaður ein­stak­lingur og það fóru 28 í sótt­kví og það kemur í ljós á laugar­daginn hvort það komi smit út frá því en ég vona svo sannar­lega ekki,“ segir Björn

„Ég vill meina að þetta er með öruggari stöðum til að vera á,“ bætir hann við.

„Það eina sem ég er ó­sáttur við er þessi mis­munun“

Þrátt fyrir að Björn hafi skilning fyrir að­gerðum yfir­valda er hann engu að síður ó­sáttur með fram­kvæmdina.

„Það eina sem ég er ó­sáttur við er þessi mis­munun. Af hverju eru öllum verslunum og mat­vöru­verslunum lokað eða alla­vega bara opið fyrir tíu manns. Af hverju mega koma fimm­tíu manns í saman þar. Ég hefði viljað loka öllu þannig við sitjum bara öll við sama borð.“

„Mér finnst þetta skrýtin ráð­stöfun því nú eru fata­verslanir og annað. Þetta eru ekki lífs­nauð­syn­legar búðir og það að það megi vera fimm­tíu manns þar inni og tuttugu starfs­menn meðan annars staðar má vera tíu og hjá okkur má enginn vera. Þannig ég hefði bara viljað sjá meiri jöfnuð í þessu,“ segir Björn.

Spurður um hvort hann hafi á­hyggjur af rekstrinum í þessari lokun, segir hann svo ekki vera.

„Þetta tekur að sjálf­sögðu í en við erum bara það rót­gróið og öflugt fyrir­tæki að við lifum þeta af,“ segir Björn.