Jafn­réttis­málin voru rædd í kapp­ræðum formanna stjórn­mála­flokkanna á Stöð 2 í kvöld og sakaði Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, ríkis­stjórnina um að hafa ekki gert nóg í jafn­réttis­málum.

Heimir Már Péturs­son, fjöl­miðla­maður, stýrði kapp­ræðunum og spurði hann Þor­gerði hvort það kæmi til greina að setjast niður og ræða mögu­legt ríkis­stjórnar­sam­starf með ríkis­stjórnar­flokkunum þremur eftir kosningar.

Þor­gerður sagði Við­reisn ekki úti­loka neinn en sagði að flokkurinn myndi ekki gefa eftir mál­efna­lega. Hún leiddi síðan um­ræðuna yfir í jafn­réttis­mál og sagði það þyrfti alltaf að vera á borðinu þegar til það kæmi að mögu­legu stjórnar­sam­starfi.

Hún sakaði síðan ríkis­stjórnina um að hafa ekki gert nóg til að bæta kjör kvennastétta. Sagði ríkis­stjórnina hafa frestað jafn­launa­vottuninni og sagði Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokksins vera skila auðu í mál­efnum hin­segin fólks.

Heimir Már færði boltann yfir til Katrínar Jakobsdóttur, formanni Vinstri-grænna í framhaldinu af orðum Þogerðar og sagði: „Hér er for­sætis­ráð­herra sem lagði fram helling á málum ein­mitt í þessum mála­flokkum og ég efast um að hún sé sam­mála þessari lýsingu?“ sagði Heimir.

Katrín svaraði um hæl „enda er þetta röng lýsing.“

„Við getum tekið hin­segin málin. Hér urðu gríðar­legar fram­farir vegna þeirra mála sem ég sjálf lagði fram um kyn­rænt sjálf­ræði og réttindi trans og inter­sex barna. Þetta er mál sem við VG settum á stefnu­skrá og ég man ekki eftir að neitt hafi gerst í þessum málum siðan VG var síðast í ríkis­stjórn,“ sagði Katrín.

„Við fórum í það að endur­skoða jafn­réttis­lögin og bæta þar úr. Launa­munur kynjanna hefur minnkað í tíð þessarar ríkis­stjórnar,“ sagði Katrín og benti einnig á að for­sætis­ráðu­neytið hafi inn­leitt jafn­launa­vottun.

„Vegna þess ég er ekki þar að ég for­dæmi það sem frá öðrum kemur. Þannig ég hef tekið að mér að inn­leiða jafn­launa­vottunina sem Þor­gerður og hennar fé­lagar í Við­reisn höfðu frum­kvæði af og það hefur gengið vel,“ sagði Katrín.

„Þor­gerður ætti að vita það líka að núna eru til kynninga til­lögur mínar u það hvernig við getum ráðist í það verk­efni að leið­rétta kjör kvenna­stétta,“ hélt Katrín á­fram og reyndi Þor­gerður að grípa fram í þegar Katrín svaraði henni „Nei nú ætla ég að klára.“

Katrín nefndi sem dæmi breytingar á þungunar­rofs­lög­gjöfinni en henni hafði ekki verið breytt í 44 ár. „Lög­gjöf sem snýr að því að styrkja sjálfs­á­kvörðunar­rétt kvenna og hver tók það mál fram. Það var Vinstri græn,“ sagði Katrín og Þor­gerður tók undir með henni og sagði vera á­nægð með VG þar.

„Þess vegna ætla ég ekki að láta ein­hvern hér inni hvorki hana Þor­gerði mína kæru vin­konu eða nokkurn annan segja að ég standi ekki vaktina í jafn­réttis­málum því það er bara rangt,“ sagði Katrín að lokum.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar, tók síðan orðið og kom því á fram­færi að Fram­sókn hafði barist fyrir jafn­réttis­málum, mann­réttinda­málum og réttindum hin­segin fólks frá því áður en Við­reisn var til. „Og við stöndum þar enn,“ sagði Sigurður Ingi.