Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu hefur á­kært mann fyrir að hafa hótað öðrum manni með skila­boðum, en efni skila­boðanna var til þess fallið að vekja ótta fórnar­lambsins um líf sitt, heil­brigði og vel­ferð.

Skila­boðin sem um ræðir voru send á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram, en á­kærði hótar þar öðrum manni bar­smíðum.

„Getum ekki beðið eftir að finna þig litla skít­seiðið þitt,“ og „Hvar ertu hel­vítis auminginn þinn? Ég ætla að fara berja þig litla skít­seiði. Ég ætla berja þig og berja þig og berja þig,“ segir í skila­boðum á­kærða til hins mannsins.

Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa brotið fjölda um­ferðar­laga, meðal annars fyrir að aka án öku­réttinda, aka undir á­hrifum á­fengis og fyrir of hraðann akstur.

Þess er krafist að hinn á­kærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakar­kostnaðar og til að sæta sviptingu öku­réttar.