„Þetta er ein sví­virði­legasta að­gerð sem ég hef orðið vitni að, þó þær séu nú orðnar margar,“ segir Sema Erla Serdar for­maður Solaris sem fylgdist í kvöld með lög­reglunni hand­taka fimm manna írakska fjöl­skyldu sem verður vísað úr landi.

Frétta­blaðið greindi frá því í kvöld að lög­reglan hefði hand­tekið fjöl­skylduna í dag, meðal annars tvær ungar konur þar sem þær voru á leið úr skólanum. Um er að ræða May­soon Al Saedi og börn hennar Za­hraa Hussein, Ya­sam­ein Hussein, Hussein Hussein og Sajjad Hussein.

Sema Erla segist vera í á­falli eftir að hafa fylgst með að­gerð lög­reglu. Sema birti mynd­bönd af að­gerðinni á Insta­gram síðu sinni og segist hafa haft mann­réttinda­brot í beinni.

Hún segir ekkert skýra tíma­setningu brott­rekstursins annað en að það hafi legið á að koma fjöl­skyldunni af landi brott áður en aðal­með­ferð í máli hennar er tekin fyrir þann 18. nóvember næst­komandi.

„Það er ekkert annað sem skýrir þetta. Lög­reglan mætir fyrir­vara­laust heim til fólksins, hand­tekur einn fjöl­skyldu­með­lim og færir í gæslu­varð­hald og heldur öðrum bara í gíslingu á heimilinu og þeim til­kynnt að þeim verði brott­vísað í nótt,“ segir Sema.

„Þetta er svo ó­trú­legt ein­mitt í ljósi þess að fjöl­skyldan hefur farið í mál við ís­lenska ríkið, þannig það er bara fyrst og fremst verið að flytja þau úr landi áður en kemur að aðal­með­ferð í málinu svo að þau og Hussein sér­stak­lega séu ekki á staðnum til þess að segja sína frá­sögn. Þannig það er bók­staf­lega verið að reyna að eyði­leggja dóms­málið og ríkið að verja ríkið með þessu fram­ferði.“

Sema segir að sér þyki sú með­ferð á fólkinu sem hún hafi fylgst með í kvöld við­bjóðs­leg. „Við horfðum upp á þetta í kvöld og ég er bara í sjokki. Ég á varla til orð yfir það sem ég var að horfa upp á.“

Sjö lög­reglu­bílar mættir

„Við erum að tala um fólk í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, við erum að tala um mann í hjóla­stól sem var illa reynt að drösla inn í bíl af þremur ein­stak­lingum sem greini­lega kunnu ekkert,“ segir Sema.

„Svo er fjöl­skyldunni skipt upp og sett eitt og eitt inn í bíl, ég veit ekki hvar ég á að byrja enda taldi ég eitt­hvað um tuttugu lög­reglu­menn og sjö lög­reglu­bíla þegar mest var.“

Sema segir að miðað við sínar upp­lýsingar sé fjöl­skyldan komin upp á flug­völl. „Móðir þeirra er orðin mjög veik og þau eru að kalla eftir læknis­þjónustu fyrir hana en er neitað um að hitta lækni.“

Málinu ekki lokið

Að­spurð hvort eða hvað sé í stöðunni þegar málunum er svo háttað segist Sema ó­viss um að hægt verði að stöðva þessa brott­vísun.

„Þessu máli er ekki lokið. Þau eru með góða lög­fræðinga sem munu taka þetta mál alla leið og að öllum líkindum mun það enda fyrir Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu. Þetta er brot á mann­réttinda­sátt­málanum, sátt­mála um réttindi fatlaðs fólks og svo er þetta bara ó­manneskju­leg og ó­geð­felld með­ferð á fólki. Þessu lýkur ekkert hér, það er alveg á hreinu.“