Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af manni í mið­bænum í gær­kvöldi en um var að ræða mann sem var eftir­lýstur af lög­reglu. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu

Ekki kemur fram í til­kynningu lög­reglu fyrir hvað maðurinn var eftir­lýstur en greint er frá því að hann er einnig grunaður um vörslu fíkni­efna. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins.

Þá brást lög­regla við til­kynningu um mann í annar­legu á­standi sem var með vand­ræði í mið­bænum korteri síðar. Hann var hand­tekinn og vistaður sökum á­stands í fanga­geymslu lög­reglu.

Ökumenn stöðvaðir

Meðal annarra verk­efna lög­reglu voru slys og um­ferðar­laga­brot en lög­regla hafði af­skipti af nokkrum öku­mönnum, ýmist vegna aksturs án gildra öku­réttinda, skort á tryggingum bíls, eða að bíll var með röng skráningar­númer.

Tveir öku­menn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir á­hrifum fíkni­efna en í einu til­felli var öku­maðurinn með börn í bílnum og er málið því unnið í sam­starfi við Barna­vernd.

Braut rúðu í lögreglubíl

Í hinu til­fellinu var um að ræða öku­mann sem er einnig grunaður um í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum, vörslu fíkni­efna, og eigna­spjöll, en hann hafði brotið rúðu í lög­reglu­bíl.

Öku­maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins. Far­þegi sem var í bílnum var einnig hand­tekinn vegna gruns um vörslu fíkni­efna.