Innlent

Stór­bruni við Hval­eyra­r­braut: Efri hæð hússins rifin í nótt

Enn logar í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut. Efri hæð hússins var að mestu rifin í nótt til að auðvelda slökkvistarf.

Hávaðarok og vonskuveður var í nótt sem flækti störf slökkviliðsins. Fréttablaðið/Anton Brink

Slökkviliðið hefur í alla nótt unnið að því að ráða niðurlögum elds í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Í húsinu er glugga- og hurðasmiðja SB og kviknaði eldurinn seint í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er húsið verulega illa farið og hefur verið unnið að því að rífa efri hæð hússins til þess að forða foktjóni. 

Sjá einnig: Slökkviliðið glímir við stórbruna í Hafnarfirði

Vel gekk að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús, en lögreglu barst tilkynning um eldinn klukkan 22:11 í gær og var þá þegar mikill eldur á efri hæð hússins. Eldurinn náði síðar niður á neðri hæð hússins og fékk slökkvilið vinnuvél með krabba á vettvang til að rífa efri hæðina til þess að auðvelda slökkvistarf. 

Slökkviliðið hefur unnið linnulaust í alla nótt að ráða niðurlögum eldsins. Fréttablaðið/Anton Brink

Hávaða rok og rigning var á meðal slökkvistarf stóð sem hæst og vindátt út á haf. Bað lögregla fólk um að mæta ekki á staðinn, en aðstæður erfðar og mikið rok. Þrátt fyrir tilmæli lögreglu fylgdist fjölmenni með brunanum og lokaði lögregla fyrir umferð. 

Sjá einnig: Munu glíma við eldinn í alla nótt: „Þetta verður erfitt“

Gert er ráð fyrir að aðgerðinni ljúki þegar líður á morguninn, en að sögn varðstjóra slökkviðiliðs er fólk orðið þreytt eftir störf næturinnar og er nú unnið að því að senda fólk heim. Eldsupptök enn óljós og mun rannsóknardeild og tæknideild lögreglu rannsaka vettvang. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru eldsupptök enn óljós og mun rannsóknardeild og tæknideild lögreglu rannsaka vettvang. 

Einn gaskúturinn þeyttist út á götu. Fréttablaðið/Anton Brink
Mikill eldsmatur var í húsinu og aðstæður afar erfiðar. Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing