Skáksaga leikskólans Laufásborgar nær aftur til ársins 2008. Upphaflega var markmiðið að kenna elstu börnunum að þekkja taflmennina og mannganginn en nú læra öll þriggja til fimm ára börn leikskólans að tefla. Það er til mikils að vinna enda hafa rannsóknir sýnt jákvæð áhrif skákkennslu á einbeitingu, námsgetu, ímyndunarafl og fleira
Skákbörn, lið leikskólans hefur á að skipa þrettán börnum og stefnir hópurinn á Heimsmeistaramótið í skólaskák í Grikklandi í næsta mánuði. Sem liður í þeirri fjáröflun efnir foreldrafélagið Hrókur alls fagnaðar til skákhátíðar fyrir börn og fullorðna á Eiðistorgi í dag milli klukkan 14 og 16.

Klukkan 14 verður telfd risa skák, á stóru skákborði með stórum skákmönnum og munu strákarnir í Chess after dark keppa við börnin ásamt þjálfara sínum.
Klukkan 15 verður svo listaverkauppboð þar sem boðin verða upp listaverk eftir marga þekkta listamenn til að mynda Hildigunni Birgisdóttur, Þorvald Jónsson, Godd, Þórdísi Erlu Zoega, Ragnheiði Þorgrímsdóttur og fleiri.
Eins stendur til boða að styrkja börnin með kaupi á múslíi, ullarvörum, happdrættismiðum eða kaffi og veitingum.
Hægt er að fylgjast með skákbörnunum á: Facebook síðu hópsins