Nýtt mynd­efni út búk­mynda­vélum lög­reglu­þjónanna sem tóku þátt í hand­töku og morði á Geor­ge Floyd sýna hann grát­biðja um miskunn rétt fyrir and­lát sitt. „Ég get ekki andað,“ voru síðustu orð Floyd í lifanda lífi en á upp­tökunum endur­tekur hann þau orð minnst tuttugu sinnum.

Mynd­efnið sem um ræðir hefur ekki verið að­gengi­legt fyrr en nú og sýnir áður óséð sjónar­horn hand­tökunnar. Héraðs­dómari leyfði frétta­miðlum í Banda­ríkjunum að fylgjast með um­ræddum upp­tökunum í gær.

Lög­reglu­mennirnir fjórir sem komu að hand­tökunni hefur öllum verið vikið úr starfi og kærðir fyrir aðild að morði Floyd. Derek Chau­vin, sem sást í mynd­bandi vitna af hand­tökunni krjúpa á hálsi Floyd í átta mínútur, er á­kærður fyrir morð af annarri gráðu.

Derek Chauvin, J Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að morði George Floyd.
Mynd/Hennepin County Sheriff's Office

Vildi ekki smitast aftur af Covid

Í upp­hafi upp­takanna berst lög­reglu­mönnunum til­kynning um mann sem grunað er að hafi notað falsaðan seðil til að kaupa sígarettu­pakka. Þegar lög­reglu­menn mæta á vett­vang situr Floyd í bíl sínum og lög­reglu­þjónar banka á rúðuna og beina byssu í áttina að honum. „Settu f***ing hendurnar upp í loft núna strax,“ heyrist öskrað í kjöl­farið.

Floyd maldar í móinn og er í sýni­legu upp­námi. „Ég er ekki vondur maður,“ segir Floyd og út­skýrir að hann sé ný­búin að vera með Co­vid og vilji ekki smitast aftur. Þremur mínútum síðar er hann dreginn úr bílnum og hand­járnaður af lög­reglu­mönnunum sem reyna síðan að koma honum inn í lög­reglu­bílinn.

Síðustu orðin

Floyd streitist á móti og þegar um ellefu mínútur eru liðnar af upp­töku búk­mynda­vélarinnar krýpur Chau­vin á hálsi Floyd og heldur honum niðri, á þeim tíma­punkti hafði Floyd verið hand­járnaður í um átta mínútur.

Þegar um 16 mínútur eru liðnar af upp­tökunni heyrast síðustu orð Floyd. „Ég get ekki andað.“ Um það bil mínútu seinna koma sjúkra­liðar á svæðið og fær líf­lausan líkama Floyd í sjúkra­bíl.

Líkt og al­þjóð veit leiddi morðið á Floyd til mót­mæla um allan heim þar sem at­hygli var vakin á kerfis­bundnu of­beldi lög­reglu gegn fólki sem ekki er hvítt. Þá hafa víða verið settar á reglur sem banna háls­tak og auð­velda yfir­völdum að sækja lög­reglu­menn til saka fyrir brot í starfi.