Lögreglumál

Efnaleki á Akranesi

Lögregla og slökkvilið eru að störfum við eini af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.

Lögregla og slökkvilið er að störfum við bygginguna sem leikinn stafar frá. Mynd/ Facebooksíðu Lögreglunnar

Lögreglan á Vesturlandi varar við ammoníaksleka í einni af byggingum HB Granda á Akranesi. Gat hafði komið á lögn í byggingunni, en búið sé að skrúfa fyrir og mengunin sjatnar. Lögregla og slökkvilið vakta svæðið þar til öll hætta er liðin hjá.

Fólki í návist byggingarinnar er bent á að halda sig innandyra, loka gluggum og kynda hús sitt til að sporna gegn því að ammoníak leki inn. Fulltrúi slökkviliðsins á Akranesi segir að ávallt sé hætta á ferð þegar um ammoníak er að ræða, en það geti sest í svitaholur og valdið skaða og ertingu á húð. Byggingar í 300 til 500 metra fjarlægð ættu að grípa til þessara varúðarráðstafanna. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Hótaði lögreglu öllu illu í Eyjum

Lögreglumál

Velti bílnum eftir eftir­för lög­reglu

Lögreglumál

Réðist að lög­reglu­bíl og beraði sig

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Auglýsing