Iðnþing 2021 fór fram í Hörpu á fimmtudag og var það ályktun þingsins að á næstu tólf mánuðum ráðist að miklu leyti efnahagsleg framtíð landsins. Samtök iðnaðarins (SI) leggja það til í ályktun sinni að stjórnvöld vinni markvisst að því næstu mánuði að skapa eftirsótt störf og auka verðmæti.

Í ályktuninni kemur meðal annars fram að til þess að skapa efnahafsleg lífsgæði á Íslandi þurfi að auka landsframleiðslu um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum og auka gjaldeyristekjur um 300 milljarða. Þá þurfi að fjölga störfum um 29 þúsund til að mæta atvinnuleysi í landinu.

Í ályktuninni segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að „slíta fjötra og sækja verðmætin“ og í því samhengi segjast SI munu leggja áherslu á starfsumhverfi, innviði, nýsköpun og menntun.

Meðal áhersla samtakanna er til að mynda framlenging á átakinu Allir vinna, til ársins 2022, hækkun skattafrádráttar vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum og aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs.

Árni Sigurjónsson var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á þinginu.