Á­hrif sótt­varna­að­gerða vegna CO­VID-19 far­aldursins eru minni hér en í öðrum ríkjum OECD, þrátt fyrir að ferða­þjónustan hafi orðið fyrir miklum á­föllum og sé stærri hluti efna­hagsins hér en í saman­burðar­löndum. Þetta kemur fram í niður­­­stöðum starfs­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um efna­hags­leg á­hrif val­kosta í sótt­varnar­málum.

Ís­lendingar hafa sam­kvæmt skýrslu starfs­hópsins fylgt sótt­varnar­reglum og stutt við þær sem eigi mikinn þátt í hve vel hefur tekist að tak­marka á­hrif far­aldursins á efna­haginn. Sótt­varnir hafi verið minna í­þyngjandi hér en í flestum OECD-ríkjum og efna­hagurinn því orðið fyrir minna höggi. Einka­neysla hefur ekki orðið fyrir miklum á­hrifum sem hefur sitt að segja um efna­hags­legar af­leiðingar far­aldursins.

Lykil­at­riði sé að halda far­aldrinum í skefjum til að tryggja að efna­hags­leg á­hrif verði ekki meiri þegar fram líða stundir. „Sótt­varnar­að­gerðir þurfa að vera tíman­legar og nægjan­legar til að skila til­ætluðum árangri,“ segir meðal annars í niður­stöðum skýrslunnar.

Út­breiðsla bólu­setninga er lykil­at­riði í efna­hags­legri við­spyrnu vegna far­aldursins að mati starfs­hópsins, bæði hér og í þeim ríkjum sem við eigum við­skipti við. Sækist það verk­efni vel verður hægt að draga úr sótt­vörnum en meðan sú vinna er í gangi má telja lík­legt að al­menningur hugi betur að sótt­vörnum til að tryggja að smitast ekki þegar bólu­setning er innan seilingar.

Byrjað var að bólusetja gegn COVID-19 hérlendis með bóluefni Pfizer í lok árs og bóluefni Moderna í fyrr í vikunni.
Fréttablaðið/Anton Brink

Á­hrif far­aldursins hafa verið mjög mikil á ferða­þjónustuna. Starfs­hópurinn styður við breytingar á fyrir­komu­lagi á landa­mærunum sem taka gildi í vor og fela í sér að auð­veldara verður fyrir ferða­menn frá löndum þar sem far­aldrinum er haldið í skefjum. Slíkar að­gerðir muni skapa meiri fyrir­sjáan­leika í sölu ferða til Ís­lands, án þess að hætta verði á að far­aldurinn fari úr böndunum.

Ráð­gjafar­fyrir­tækið Analyti­ca vann greiningu á efna­hags­legum á­hrifum far­aldursins fyrir starfs­hópinn. Þar kemur fram að sam­dráttur efna­hags­um­svifa af þeim sökum nam um 8 prósentum í fyrra sé ekki tekið til­lit til mót­vægis­að­gerða stjórn­valda en 5 prósentum sé það gert. Beinar mót­vægis­að­gerðir ríkisins nema saman­lagt um 7% af lands­fram­leiðslu á árunum 2020 og 2021.

Mikill fækkun hefur verið á komu ferðamanna til landsins sökum faraldursins.

Sam­kvæmt skýrslunni er þó ekki einungis hægt að meta á­hrifin CO­VID-19 far­aldursins með því að skoða lands­fram­leiðslu. Hann hafi einnig í för með sér „fjöl­þætt vel­ferðar­tap“, meðal annars vegna á­hrifa á heilsu­far þjóðarinnar. Það tap nemi um 75 milljörðum króna eða um 2,5% af vergri lands­fram­leiðslu.

Hætt er við að aukið og þrá­látt at­vinnu­leysi verði fylgi­fiskur far­aldursins og slæ­leg þátt­taka og á­sókn í virk vinnu­markaðsúr­ræði er á­hyggju­efni. Starfs­hópurinn telur að auka þurfi fræðslu til ein­stak­linga og fyrir­tækja um slík úr­ræði og hvetja til þátt­töku. Tryggja þurfi að Vinnu­mála­stofnun sé vel í stakk búin til að takast á við það verk­efni.