Fjöldi Ís­lendinga hefur boðað þátt­töku sína í heldur ó­venju­legum við­burði sem fram fer um allt land næst­komandi föstu­dag. Þá ætlar fólk sér að klappa saman lófunum til heiðurs heil­brigðis­starfs­fólki landsins.

„Heil­brigðis­starfs­fólkið í landinu okkar á svo sannar­lega hrós skilið fyrir alla þá ó­eigin­gjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur,“ segir í lýsingu við­burðarins á Face­book. Það hefur ekki farið framhjá neinum að starfsfólk heilbrigðisgeirans hefur staðið í ströngu undanfarið í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.

Lófa­tak um land allt

Við­burðurinn tekur sér lönd á borð við Kína, Spán og Ítalíu til fyrir­myndar þar sem fólk sýnir sam­stöðu með því að sam­einast í lófa­klappi út um glugga og svalir á tímum sótt­kvíar og ein­angrunar.

Gjörningurinn fer fram næst­komandi föstu­dags­kvöld klukkan 19:00 og þar sem sam­komu­bann er enn í gildi, og fjöldi fólk sætir nú sótt­kví, er fólk hvatt til að klappa fyrir utan heimili sín, vinnu­stað, í bílum, úti á svölum eða gluggum. Heil­brigðis­starfs­fólk landsins ætti því að geta heyrt lófa­takið hvar sem það er statt á landinu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig álíka viðburður fór fram á Spáni.