Samninga­nefnd Eflingar - stéttar­fé­lags sam­þykkti á fundi sínum í gær verk­falls­boðanir sem taka til annars vegar hótel­keðjunnar Berja­ya Hot­els og hótelsins The Reykja­vík Edition og hins vegar til starfa við vöru­bif­reiða­akstur og olíu­dreifingu. At­kvæða­greiðslur meðal fé­lags­fólks sem boðanirnar taka til verða aug­lýstar á vef Eflingar fyrir há­degi í dag.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Eflingu. Verk­falls­boðun á Berja­ya Hot­els nær til á fjórða hundrað Eflingar­fé­laga. Er um að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hot­els, meðal annars Hótel Natura við Naut­hóls­veg og Hilton Nor­di­ca á Suður­lands­braut.

Á The Reykja­vík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingar­fé­lagar. Sam­þykki þessar hópar verk­fall koma þeir til við­bótar við þá tæpu 300 Eflingar­fé­laga sem þegar hafa sam­þykkt verk­fall á Ís­lands­hótelum.

Verk­falls­boðun hjá Sam­skip tekur til alls vöru­bif­reiða­aksturs sem gerður er út frá höfuð­stöðvum fyrir­tækisins við Sunda­höfn. Verk­falls­boðun hjá Olíu­dreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíu­dreifingu, en þessi fyrir­tæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíu­birgða­stöð landsins í Ör­firis­ey. Verk­falls­boðuninni fylgir bókun um undan­þágu­nefndir, sem skulu fjalla um undan­þágu­beiðnir frá verk­falls­boðun í þágu al­manna­öryggis.

Samninga­nefnd á­réttaði á fundi sínum í gær stuðning við kröfur fé­lags­manna hjá Sam­skip, Olíu­dreifingu og Skeljungi, en á vinnu­stöðunum falla sum kjör undir sér­kjara­samninga. Nefndin hefur þegar sett fram kröfu um launa­flokka­hækkanir fyrir bíl­stjóra.

At­kvæða­greiðslur um þessar verk­falls­boðanir hefjast klukkan 12 á há­degi föstu­daginn 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðju­daginn 7. febrúar.