Trúnaðarmenn í Eflingu og virkir félagsmenn stóðu fyrir dreifingu upplýsingamiða til innanlandsfarþega Icelandair á Reykjavíkurflugvelli nú undir kvöld í þeim tilgangi að vekja athygli á máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur hlaðkonu og sýna henni samstöðu.

Á dreifimiðunum er meðal annars sá málflutningur Icelandair hrakinn að vafi leiki á að Ólöf hafi verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp.

„Við blásum til þessa átaks til að vekja athygli á málinu. Það er mjög mikivægt að almenningur, launafólk, fái upplýsingar um þessa atlögu að réttindun launafólks. Einnig er mikilvægt að sýna að þegar félagi í stéttarfélagi lendir í svona stöðu þá stendur viðkomandi ekki einn í þessari baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson hjá stéttarfélaginu Eflingu.

Miðar voru dreifðir til farþega.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Ólöf hlaðkona ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Hann segir sérstakan ugg vekja að Samtök atvinnulífsins styðji uppsögn Ólafar. Ef hann væri Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, myndi hann gera hið eina rétta í málinu og draga uppsögn Ólafar til baka. Hún sé enn tilbúin að koma aftur til vinnu.

Að öðrum kosti blasi við málshöfðun

Hér má sjá dreifimiðann sem trúnaðarmenn Eflingar gáfu farþegum Icelandair.
Mynd: Efling
Efling stendur með sinni konu.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson