Efling stéttar­fé­lag for­dæmir í yfir­lýsingu orð ráðu­neytis­stjóra fé­lags- og barna­mála­ráðu­neytisins þar sem Gissur Péturs­son, ráðu­neytis­stjóri, hafði orð á því að fólk á er­lendum upp­runa, sem starfar á ís­lenskum vinnu­markaði, „nenni ekki að læra tungu­málið“ þrátt fyrir að vera boðið á ís­lensku­nám­skeið og að það væri kostur að geta losað sig auð­veld­lega við þau.

Um­mælin lét hann falla þegar fram fóru pall­borðs­um­ræður í há­tíðar­sal Há­skóla Ís­lands síðast­liðinn föstu­dag, á Þjóðar­speglinum, um fólks­flutninga og að­búnað fólks af er­lendum upp­runa á ís­lenskum vinnu­markaði.

Við­burðurinn var skipu­lagður á vegum önd­vegis­verk­efnisins Hreyfan­leiki og þver­þjóð­leiki á Ís­landi fóru um­ræðurnar fram í kjöl­far fyrir­lesturs hollenska fé­lags­fræðingsins Hein de Haas. Í pall­borði sátu fræði­menn og full­trúar aðila vinnu­markaðar.

Segir í til­kynningu Eflingar að mál­flutningur þátt­tak­enda hafi verið „al­mennt vandaður að undan­skildum þeim sem við­hafður var af full­trúa ríkis­valdsins!“ en Gissur var full­trúi ráð­herra á við­burðinum.

Sam­kvæmt til­kynningu Eflingar voru um­mæli Gissurar eitt­hvað á þessa leið:

„Það er auð­velt að losa sig við þau og það er kostur! Við höfum boðið þeim ís­lensku­nám­skeið en þetta fólk nennir ekki að læra tungu­málið! Af hverju ættum við að hlúa að þeim – við vitum ekki betur en að það sé á leið úr landi!“

Ummælin úr samhengi

Segir að um­mælin hafi verið full­kom­lega úr sam­hengi og að við­staddir hafi vart trúað um­mælunum og fram­göngu Gissurar á fundinum. Segir að aðal­fyrir­lesarinn, Hein de Haas, hafi beint orðum sínum til ráðu­neytis­stjórans og undir­strikaði mis­tök annarra þjóða sem hafa hunsað og van­rækt er­lent verka­fólk sem leggur hönd á plóg á vinnu­markaði og sest að í sam­fé­laginu.

Segir að lokum að því miður hafi Efling þurft að hafa af­skipti af al­var­legum málum þar sem brotið hafi verið með grófum og skipu­lögðum hætti á er­lendu verka­fólki.

„Sem ráðu­neytis­stjóri fé­lags­mála, og áður for­stjóri Vinnu­mála­stofnunar, ber Gissur mikla á­byrgð innan mála­flokksins. Við með­höndlun málanna hafa full­trúar Eflingar orðið vitni að um­mælum og fram­göngu sem eru í sam­ræmi við ofan­greind um­mæli þar sem hann hefur haft vel­ferð brota­þola í flimtingum og lagt á­herslu á væntan­legan brott­flutning verka­manna úr landi fremur en úr­lausn og skipu­lega með­ferð brotanna.“

Þau segja að um­mælin bendi til van­hæfis Gissurar sem ráðu­neytis­stjóra fé­lags­mála­ráðu­neytis til að starfa að málum er snerta er­lent verka­fólk.

„Ráð­herra sem skipað hefur í em­bættið og ber pólitíska á­byrgð, Ás­mundur Einar Daða­son, hefur í til­svörum vísað til þess að hann sé illa upp­lýstur um það sem sagt var í hans um­boði á fundinum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Yfir­lýsingin er að­gengi­leg hér í heild sinni.