Stéttar­fé­lagið Efling hefur á­kveðið að skjóta kröfu sinni um ó­gildingu miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara til al­mennra dóm­stóla. Það gera þau eftir að fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra hefur ekki brugðist við stjórn­sýslu­á­kæru þeirra vegna málsins.

Í til­kynningu frá fé­laginu að stefnan verði lögð fyrir héraðs­dóm í dag og að óskað verði eftir flýti­með­ferð.

„Við höfum sagt frá byrjun að miðlunar­til­laga ríkis­sátta­semjara er lög­leysa og mark­leysa. Em­bættið hefur mis­notað vald­heimildir sínar til að taka af­stöðu með sjónar­miðum annars aðilans í kjara­deilu og reyni að svipta hinn aðilann, sem í þessu til­viki er tekju­lægsta verka­fólk landsins, sjálf­stæðum samnings­rétti sínum. Við eigum heimtingu á að dóm­stólar fjalli um þetta fram­ferði,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Eflingar í til­kynningunni en fé­lagið hefur frá upp­hafi hafnað lög­mæti til­lögu ríkis­sátta­semjara.

Ríkis­sátta­semjari hefur ein­mitt stefnt fé­laginu fyrir héraðs­dóm vegna þess að þau hafa neitað að af­henda fé­laga­tal sitt svo hægt sé að fram­kvæma at­kvæða­greiðslu um til­löguna. Fyrir­taka og munn­legur mál­flutningur er í því máli á morgun í héraðs­dómi Reykja­víkur. Seinni partinn á morgun verður einnig tekið fyrir í Fé­lags­dómi mál Sam­taka at­vinnu­lífsins gegn Eflingu en sam­tökin segja boðaðar verk­falls­að­gerðir fé­lagsins á Ís­lands­hótelum ó­lög­mætar. Verk­föllin voru sam­þykkt fyrr í vikunni og eiga að hefjast á þriðju­dag í næstu viku.