„Við höfum núþegar vísað okkar viðræðum til Ríkissáttasemjara en það hefur enn enginn fundur verið boðaður,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um það hvenær viðræður við Samtök atvinnulífsins hefjast í Karphúsinu.
Samningar náðust óvænt í Karphúsinu í dag en VR, LÍV – landssamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks hafa samið við Samtök atvinnulífsins og verður samningurinn undirritaður klukkan 13:00.
Ákveðnar viðræður núþegar átt sér stað en Efling hefur meðal annars sent samningstilboð á Samtök Atvinnulífsins þar sem boðinn var skammtímasamningur til eins árs en í honum var krafa gerð á flatar krónutöluhækkanir sem nema 56.700 krónur á mánuði og að til auka komi sérstök framfærsluuppbót sem nemi 15.000 krónum á mánuði.
„Viðræður eru hafnar og byrjuðu fyrir einhverjum vikum síðan og við höfum átt samtals fjóra fundi með SA. En fundur hefur ekki átt sér stað síðan deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara," segir Sólveig Anna.
Viðræður ekki farið vel af stað
Um það hvernig samtalið hefur gengið hingað til segir Sólveig að þær hafa gengið illa.
„Því hefur bara ekkert miðað og Samtök Atvinnulífsins hafa í raun ekki enna svarað neinu um okkar kröfugerð. Ekki heldur eftir að við lögðum fram tilboð,“ segir Sólveig Anna.
Hvort hún sé bjartsýn á að hjólin fari að snúast um leið og komið er inn til Ríkissáttasemjara segist hún vera það
„Ég er náttúrulega alltaf bjartsýn vegna þess að okkar kröfur eru sanngjarnar, réttmætar og skynsamlegar. Þær eru í samræmi við vilja okkar félagsffólks og í raun fremur jarðbundnar þegar við skoðum ofsagróða Íslenskra fyrirtækja og það góðæri sem ríkir hjá atvinnurekendum og auðstéttinni,“ segir Sólveig Anna.
Ekki komin niðurstaða um áfrýjun
Samkvæmt Sólveigu Önnu hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort áfrýja eigi niðurstöðum í þeim þremur dómsmálum sem féllu í Héraðsdóm Reykjavíkur yfir Stéttarfélaginu.
"Við höfum ekki ákveðið það. Þetta er bara til skoðunar hjá mér og lögmönnum.“ Sagði Sólveig Anna en samkvæmt niðurstöðu þarf Efling að greiða fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tæpar þrjár milljónir í miskabætur vegna aðgerða og orða sem fylgdu uppsögnum þeirra 2019 og 2020. Kröfur starfsmannanna þriggja hljóðuðu samtals upp á um 66 milljónir. Því er ljóst að Héraðdsómur hafnaði langflestum kröfum fyrrverandi starfsmanna stéttarfélagsins.