„Við höfum núþegar vísað okkar við­ræðum til Ríkis­sátta­semjara en það hefur enn enginn fundur verið boðaður,“ segir Sólveig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar um það hve­nær við­ræður við Sam­tök at­vinnu­lífsins hefjast í Karp­húsinu.

Samningar náðust ó­vænt í Karp­húsinu í dag en VR, LÍV – land­ssam­band ís­lenskra verslunar­manna, sam­flot iðnaðar- og tækni­fólks hafa samið við Sam­tök at­vinnu­lífsins og verður samningurinn undir­ritaður klukkan 13:00.

Á­kveðnar við­ræður núþegar átt sér stað en Efling hefur meðal annars sent samnings­til­boð á Sam­tök At­vinnu­lífsins þar sem boðinn var skamm­tíma­samningur til eins árs en í honum var krafa gerð á flatar krónutöluhækkanir sem nema 56.700 krónur á mánuði og að til auka komi sérstök framfærsluuppbót sem nemi 15.000 krónum á mánuði.

„Við­ræður eru hafnar og byrjuðu fyrir ein­hverjum vikum síðan og við höfum átt sam­tals fjóra fundi með SA. En fundur hefur ekki átt sér stað síðan deilunni var vísað til Ríkis­sátta­semjara," segir Sólveig Anna.

Viðræður ekki farið vel af stað

Um það hvernig sam­talið hefur gengið hingað til segir Sól­veig að þær hafa gengið illa.

„Því hefur bara ekkert miðað og Sam­tök At­vinnu­lífsins hafa í raun ekki enna svarað neinu um okkar kröfu­gerð. Ekki heldur eftir að við lögðum fram til­boð,“ segir Sól­veig Anna.

Hvort hún sé bjart­sýn á að hjólin fari að snúast um leið og komið er inn til Ríkis­sátta­semjara segist hún vera það

„Ég er náttúru­lega alltaf bjart­sýn vegna þess að okkar kröfur eru sann­gjarnar, rétt­mætar og skyn­sam­legar. Þær eru í sam­ræmi við vilja okkar fé­lagsffólks og í raun fremur jarð­bundnar þegar við skoðum ofsa­gróða Ís­lenskra fyrir­tækja og það góð­æri sem ríkir hjá at­vinnu­rek­endum og auð­stéttinni,“ segir Sól­veig Anna.

Ekki komin niður­staða um á­frýjun

Sam­kvæmt Sól­veigu Önnu hefur ekki verið tekin á­kvörðun um það hvort á­frýja eigi niður­stöðum í þeim þremur dóms­málum sem féllu í Héraðs­dóm Reykja­víkur yfir Stéttar­fé­laginu.

"Við höfum ekki á­kveðið það. Þetta er bara til skoðunar hjá mér og lög­mönnum.“ Sagði Sól­veig Anna en sam­kvæmt niður­stöðu þarf Efling að greiða fyrr­verandi starfs­mönnum sínum sam­tals tæpar þrjár milljónir í miska­bætur vegna að­gerða og orða sem fylgdu upp­sögnum þeirra 2019 og 2020. Kröfur starfs­mannanna þriggja hljóðuðu sam­tals upp á um 66 milljónir. Því er ljóst að Héraðdsómur hafnaði lang­flestum kröfum fyrr­verandi starfs­manna stéttar­fé­lagsins.