Efling hefur lagt fram til­boð til Sam­taka at­vinnu­lífsins, SA, um kjara­samning sem gildir til loka janúar 2024 og byggir á hag­vexti, fram­leiðni­aukningu og verð­bólgu­spám.

Til­boðið byggir á flötum krónu­tölu­hækkunum sem nema 56.700 krónur á mánuði og að til auka komi sér­stök fram­færslu­upp­bót sem nemi 15.000 krónum á mánuði. Í til­kynningunni segir að hækkanir í til­boðinu eru á­þekkar því sem gera hefði mátt ráð fyrir á fyrsta ári í þriggja ára kjara­samningi,

Efling kemur með til­boðinu á móts við kröfur um skamm­tíma­kjara­samning, en þær kröfur hafa komið úr ýmsum áttum, svo sem öðrum verka­lýðs­fé­lögum, ríkis­stjórninni og Sam­tökum at­vinnu­lífsins.

Samninga­nefnd Eflingar telur um­samdar hækkanir þurfa að verja lág­launa- og meðal­tekju­fólk fyrir á­hrifum verð­bólgunnar og tryggja þeim eðli­lega hlut­deild í hag­vexti og fá­dæma góðri af­komu fyrir­tækjanna.

Í til­kynningu frá Eflingu segir að launa­liður í upp­runa­legri kröfu­gerð var settur fram í tvennu lagi.

Þá hafi það verið grunn­upp­færsla á lífs­kjara­samningum frá 2019 byggð á verð­bólgu­spám fyrir hvert ár og að auki var farið fram á sér­staka fram­færslu­upp­bót sem nam 30 þúsund krónum á samnings­tímanum.

„Sú upp­bót miðaði að því að auð­velda lág­launa­fólki að ná endum saman í dag­legum rekstri heimilis, með hlið­sjón af niður­stöðum Kjara­frétta Eflingar,“ segir í til­boðinu.

Þar segir að nú­verandi til­boð sé sett fram á svipuðum for­sendum. Samningurinn gildi frá 1. nóvember 2022 til loka janúar 2024.

„Þessi út­færsla ver kaup­mátt meðal­launa en færir lægri hópum kaup­máttar­aukningu sem nemur svig­rúmi vegna fram­leiðni­aukningar. Þessi út­færsla hentar vel þeim efnagasað­stæðum sem nú ríkja og tryggir al­mennu launa­fólki eðli­legan hlut af hag­vextinum og fram­leiðni­aukningunni og aftrar höfrunga­hlaupi upp launa­stigann,“ segir í til­boðinu.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir alla vera sam­mála um að of­neysla í hærri helmingi launa­stigans séu eitt helsta vanda­málið í ís­lensku efna­hags­lífi.

„Seðla­bankinn hefur gripið til hóprefsinga gegn allri þjóðinni í formi stýri­vaxta­hækkana með vísan til þessarar stöðu. Í þessu sam­hengi er það aug­ljós fjar­stæða að ræða um að há­launa­fólk eigi að fá tvö­faldar hækkanir vá við lág­launa­fólk,“ segir hún.

„Það er hins vegar mögu­legt að laga sig að kröfum um skamm­tíma­samning. Til­boð okkar er skamm­tíma­út­færsla á skyn­samri og vel rök­studdri kröfu­gerð samninga­nefndar Eflingar,“ segir Sól­veig.