Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir boðuð verkföll olíubílstjóra í Eflingu muni tjón samfélagsins verða mikið og að það muni hafa áhrif á alla í landinu.

Morgunblaðið greinir frá.

„Það verk­fall hef­ur áhrif á dag­legt líf allra í land­inu. Efl­ing ætl­ar sér þannig að valda öllu sam­fé­lag­inu gríðarleg­um skaða til þess að berj­ast fyr­ir kjör­um karla með há laun í ís­lensku sam­hengi,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Morgunblaðið.

Líkt og greint hefur verið frá samþykkti Efling í lok janúar frekari verkfallsboðanir, meðal annars sem ná til starfa við vörubifreiðaakstur og olíudreifingu.

Halldór Benjamín segir meðalheildarlaun bílstjóra í olíudreifingu 893 þúsund krónur á síðasta ári og til samanburðar hafi sjötíu prósent fullvinnandi á almennum vinnumarkaði árið 2021 verið með lægri mánaðarlaun en 858 þúsund krónur.

„Því er um að ræða há­launa­hóp og Sól­veig Anna hef­ur tekið að sér að vera í brjóst­vörn þessa hóps fyr­ir meiri hækk­un­um en annað launa­fólk fær í land­inu og lama ís­lenskt sam­fé­lag með verk­föll­um í leiðinni,“ seg­ir Hall­dórs Benjamíns í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann segir Eflingu síðustu ár nær einvörðungu hafa sagst leggja áherslu á hækkun launa í láglaunastörfum. Nú sigli Efling undir fölsku flaggi í kjarabaráttu sinni þar sem hljóð og mynd fer ekki saman og vísar Halldór Benjamín til fyrirhugaðs verkfalls hjá félagsmönnum Eflingar í vörubílaakstri og olíudreifingu.