Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar.

Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar ekki að taka harðan slag um ESB fram að þingkosningum. Hún segist hrærð yfir mjög sterku umboði og brýnt að flokkurinn fái gott fylgi til að geta framkvæmt breytingar.


„Ég hefði ekki getað beðið um meira, ég er ótrúlega þakklát og hrærð yfir þessari niðurstöðu,“ segir Kristrún Frostadóttir, sem var kjörin formaður Samfylkingarinnar með 94,5 prósenta stuðningi á landsfundi á Grand Hotel í gærkvöld.

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fyrrum ráðherra, fékk ekki mótframboð til varaformanns, ekki frekar en Kristrún. Mynda þau því nýja forystu í stað Loga Einarssonar og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur.


Kristrún segir að áherslur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafi ekki verið jafnaðarfólki að skapi. Stjórnin hafi veikt tekjustofna ríkisins, veikt svigrúm ríkissjóðs til að standa undir velferðarkerfinu.
„Þau hafa ekki verið aðgerðalaus en þau hafa farið í ranga átt.“


Mikið verk er fyrir Samfylkinguna að vinna að sögn Kristrúnar svo hægt verði að vinda ofan af óæskilegum pólitískum áherslum sem einkennt hafi tíð síðustu ríkisstjórna hér á landi. Hún segir að fjármálaráðuneytið ráði allt of miklu í ríkisstjórn Katrínar. Stærsta verkefni Samfylkingarinnar nú verði að endurreisa velferðarkerfið eftir hnignun síðasta áratugar.


Stóru málin sem flokkurinn mun leggja mesta áherslu á verða húsnæðismál, heilbrigðismál, samgöngur og almannatryggingakerfið að hennar sögn.
Fbl_Megin: Spurð hvort Kristrún líti ekki svo á sem aðild að ESB og ný stjórnarskrá séu stærstu forgangsmálin, svarar hún að það sé ekkert leyndarmál að henni finnist skipta mestu máli að flokkurinn fari sameinaður inn í kosningar með þjóðinni.


„ESB hefur klofið þjóðina og þótt ég sé mikill Evrópusinni og ESB-málið verði vissulega áfram í stefnu Samfylkingarinnar þá þarf að huga að fleiru," segir Kristrún.

"Það er hægt að vera jafnaðarmanneskja í Samfylkingunni án þess að þú sért sannfærð um ágæti Evrópusambandsins."


Logi Einars­son, frá­farandi for­maður Sam­fylkingarinnar, sagði í lokaræðu sinni sem for­maður að margir hæðist að flokkum sem hafi gert loft­lags- og mann­réttinda­málum hátt undir höfði.
„Lofts­lags­málin snúast um bráða­vanda sem þarf að bregðast við með sam­eigin­legu á­taki alls mann­kyns – og verður að móta allan hugsunar­hátt til ó­kominnar fram­tíðar. En mann­réttinda­málin eru bar­átta sem alltaf hefur fylgt sam­fé­lagi manna og lýkur aldrei þótt hún taki vissu­lega stöðugt á sig nýjar birtingar­myndir,“ sagði Logi.


Þá skaut Logi föstum skotum á ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur og sagði að það eina sem þau hefðu komið í verk væri salan á Ís­lands­banka í hendur sér­valinna vildar­vina á sér­kjörum.
Kristrún flytur stefnuræðu sína á Landsfundinum klukkan 16 í dag.

"Það er hægt að vera jafnaðarmanneskja í Samfylkingunni án þess að þú sért sannfærð um ágæti Evrópusambandsins."