„Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við drasl,“ segir Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, leik­kona og fjöl­miðla­kona, í pistli á Face­book-síðu sinni.

Pistill Ó­línu hefur vakið tals­verða at­hygli en í honum skrifar hún um mál­efni Eflingar sem hafa verið í deiglunni undan­farnar vikur. Hún segir að verk­fall Eflingar komi okkur öllum við því öll séum við Efling þó við þráumst til að halda öðru fram.

„Efling háir sína bar­áttu nú fyrir allt launa­fólk í landinu, alla sem á vinnu­markaði eru, en það er rétturinn til samninga­gerða,verk­falls­rétturinn og rétturinn til veita stéttar­fé­lagi um­boð til að vinna að bættum kjörum,“ segir Steinunn Ó­lína sem bendir á að Úkraína sem dæmi hái nú bar­áttu fyrir lýð­ræði í allri Evrópu en ekki bara fyrir Úkraínu.

Hún kveðst furða sig á því þegar fá­tækt fólk innan Eflingar sem starfar við hrein­gerningar fær þann mót­byr sem raun ber vitni. Veltir hún fyrir sér hvers vegna allir, sér í lagi konur, hafi ekki slegið slegið skjald­borg um eina lægst launuðu stétt landsins, ræstinga­fólk.

„Þetta kemur okkur öllum alveg stór­kost­lega mikið við! Ég vil benda kyn­systrum mínum sem kjósa að þegja eða halda að þetta komi þeim ekkert við á, að píkan nýtur nú loksins meiri verndar, skilnings og opin­bers stuðnings en sjálft frelsið til að standa vörð um hags­muni fólks á vinnu­markaði, svo ef gætum við litið af henni blessaðri um stundar­korn og opnað alla­vega annað augað um aðal­at­riði!“

Steinunn Ó­lína bendir á að for­mæður okkar hafi ekki farið í frí þó það héti Kvennafrí árið 1975.

„Þær unnu þvert á móti mark­visst að mark­miðum sínum með það að leiðar­ljósi að sam­fé­lag er að­eins hægt að kalla sam­fé­lag ef lág­launa­fólk getur fram­fleytt sér. Og Eflingar­fólk sem boðar nú verk­fall hjá Ís­lands­hótelum getur það ekki! Það lifir ekki af laununum sínum þrátt fyrir að stunda erfiðis­vinnu! Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við drasl. Þá erum við engu betri en það fólk sem græðir með á­fergju á því að launa­pína aðra og þá er okkur sama þótt við þiggjum og fram­seljum þjónustu af fólki sem á ekki í sig og á. Og hvernig mann­eskjur erum við þá? Drasl.“

Pistil Steinunnar Ó­línu má lesa í heild sinni í færslu hennar hér að neðan.