Þor­björg Þor­valds­dóttir, for­maður Sam­takanna '78, segir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Mið­flokksins, fyrsta þing­manninn til að tala með opin­berum hætti gegn réttindum hin­segin fólks sem hún muni eftir í langan tíma.

Til­efnið er ræða Sig­mundar Davíðs á Al­þingi frá því í gær­kvöldi þar sem hann fór hörðum orðum um frum­varp for­sætis­ráð­herra um breytingar á lögum um kyn­rænt sjálf­ræði. Sagði Sig­mundur þar um að ræða „ó­hugna­legasta þing­mál“ sem hann man eftir frá seinni tíð.

Frum­­varpið, sem var lagt fram í ríkis­­stjórn síðasta þriðju­­dag og birtist á þing­mála­skrá sem þing­menn fengu í dag, var unnið á til­­lögum starfs­hóps um mál­efni barna sem fæðast með ó­­­dæmi­­gerð kyn­ein­­kenni. Í skýrslu hópsins kemur fram að með því að grípa inn í líkam­­lega frið­helgi þessara barna með ó­­nauð­­syn­­legum að­­gerðum sé brotið á rétti þeirra til heilsu.

Sig­mundur sagði í gær að um­rætt frum­varp sé „að­för að fram­förum og vísindum.“ Hann segir að með því sé verið að banna for­eldrum og læknum að nýta sér nú­tíma­lækningar. Þannig sé það að­för að frelsi for­eldra, heil­brigðis­starf­sólki og réttindum barna.

Al­gjör öfug­mæli

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Þor­björg að Sig­mundur snúi málinu á hvolf með full­yrðingum sínum frá því í gær­kvöldi. Hún bendir á að Ís­land hafi í gær skrifað undir á­skorun til Mann­réttinda­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um að gæta réttinda Inter­sex fólks.

„Hann er að tala al­gjör­lega á skjön við stefnu ís­lenskra stjórn­valda í mál­efnum hin­segin fólks. Það er allt í lagi að vera í stjórnar­and­stöðu og vera á móti stefnu ríkis­stjórnarinnar en ég held að þetta sé í fyrsta skiptið, alla­vega sem ég man eftir, sem að þing­maður hrein­lega talar gegn réttindum hin­segin fólks,“ segir Þor­björg.

Hún gefur lítið fyrir full­yrðingar Sig­mundar um að vegið sé að frelsi for­eldra með frum­varpinu. „Þetta eru mestu öfug­mæli sem ég hef heyrt. Hann vill sum­sé að á­fram verði fram­kvæmdar ónauðsynlegar skurð­að­gerðir á börnum sem sjálf hafa ekkert um það að segja,“ segir Þor­björg. Hún bendir á að réttindi Inter­sex barna hafi hingað til ekki verið pólitískt mál.

„Ég held að þetta sé bara al­gjört sjálfs­mark. Það er fólk með alls­konar pólitískar skoðanir sem er fylgjandi því að Inter­sex börnum eða börnum með ó­dæmi­gerð kyn­ein­kenni sé tryggð vernd í lögum,“ segir Þor­björg.

Að­spurð að því hvort Sam­tökin '78 muni beita sér frekar vegna um­mæla Sig­mundar segir Þor­björg að það verði skoðað. Sam­tökin séu boðin og búin til þess að ræða frum­varpið sjálft og greina Sig­mundi og Mið­flokks­mönnum frá efnis­legu inni­haldi þess. Hún segir frum­varpið vel unnið.

„Þetta frum­varp er af­rakstur mjög langrar vinnu og vinnu þar sem læknar hafa meðal annars setið við borðið. Þannig það er ekki þannig að þetta sé illa í­grundað frum­varp, þvert á móti. Þetta hefur verið unnið mjög vel þannig að þessi gagn­rýni er bara al­gjör­lega úr lausu lofti gripin hjá honum,“ segir Þor­björg.

Við­búin bak­slagi

Um­ræða um réttindi hin­segin sam­fé­lagsins hefur farið nokkuð víða að undan­förnu. Ný­verið upp­lýsti Tót­la I. Sæ­munds­dóttir, fræðslu­stýra Sam­takanna '78 Frétta­blaðið um að sam­tökin þurfi æ oftar að bregðast við röddum ein­stak­linga sem mæla fyrir því að hinsegin samfélagið snúi baki sínu við trans­­fólki.

Að­spurð að því hvort merkja megi ein­hvers­konar bak­slag í um­ræðunni um réttindi hin­segin sam­fé­lagsins og hvort ræða Sig­mundar sé dæmi þess efnis, segist Þor­björg telja að svo geti vel verið.

„Maður getur auð­vitað sett það í þannig sam­hengi. Mið­flokkurinn hefur áður verið að spyrja á­leitinna spurninga sem hafa engan annan til­gang en að búa til efa, um til dæmis gildi laga um kyn­rænt sjálf­ræði. Í að­draganda þeirrar at­kvæða­greiðslu spurðu Mið­flokks­mennirnir mikið um það hvað þetta þýði fyrir í­þróttir, hvað þetta þýði fyrir hitt og þetta og það voru allt spurningar sem var svarað í greinar­gerð þess frum­varps, sem þau sátu svo hjá við af­greiðslu,“ segir Þor­björg.

„Þannig já þetta er alveg hluti af kannski stærra dæmi og Mið­flokkurinn virðist vera að færa sig inn á þetta svið. Hann gerði það í gær og þetta var bara mjög skýrt,“ segir hún. „Og það er bara þannig að ef að þú ræðst á eitt okkar þá ræðust á öll okkar. Við erum sam­einaður frontur og munum standa með trans-og inter­sex fólki fram í hið ó­endan­lega.“

„En ég held að það sé rétt hjá þér að það er á­kveðið bak­slag og það er ekkert ó­við­búið að það verði. Við vitum það bara af reynslu annars staðar frá að þegar fólk af jaðrinum fær ein­hverjar réttar­bætur í gegn og sýni­leiki þeirra eykst, að þá kemur upp þetta bak­slag, eða varnar­við­bragð hjá á­kveðnum hópum fólks.

Og það er bara okkar hlut­verk að láta það ekki ná yfir­höndinni. Og ég hef fulla trú á því að þetta sé al­gjör minni­hluta­skoðun og að hlut­fall þeirra sem deila skoðunum Sig­mundar Davíðs á trans-og inter­sex málum sé ekki að aukast.“