Bene­dikt Gunnar Ó­feigs­son, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, segir að ef hann ætti að veðja á hvar næsta eld­gos verður á landinu myndi hann veðja á Gríms­vötn. Hann úti­lokar ekki heldur annað gos á Reykja­nes­skaganum í náinni fram­tíð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Bene­dikt í Morgun­blaðinu í dag.

Í fréttinni er bent á að skjálfta­virkni hafi verið tals­verð á Reykja­nes­skaga frá því að eld­gosinu við Fagra­dals­fjall lauk og þá sýni mælingar kviku­söfnun á um 16 kíló­metra dýpi.

„Þetta virðist vera til­tölu­lega jafnt ferli, við fórum að sjá þetta fljót­lega í lok gossins og hefur bara verið nokkuð stöðugt síðan,“ segir Bene­dikt við Morgun­blaðið og bætir við að þetta sé dæmi­gert ferli fyrir dýpri kviku­söfnun. Hann úti­lokar ekki eld­gos á Reykja­nes­skaga

„Við vitum það ekki en já, á meðan við sjáum kviku vera að safnast fyrir og ef það stoppar ekki þá geri ég ráð fyrir að það endi með gosi og ekkert ó­lík­legt að við fáum fleiri gos á Reykja­nesi á næstu ára­tugum.“

Bene­dikt segir einnig við Morgun­blaðið að Gríms­vötn virðist til­búin í gos, enda þenslan komin út fyrir þá stöðu sem hún var í fyrir síðasta gos.

„Vorið er alltaf frekar lík­legur tími þegar það byrjar að bráðna en það getur gerst hve­nær sem er og ekkert endi­lega víst að það gjósi í ár,“ segir hann.