Svo­kölluð gælu­dýra­messa fór fram í Vída­líns­kirkju í morgun en þetta er í þriðja sinn sem kirkjan býður söfnuðinum að koma með gælu­dýrin sín í messu.

„Við höfum áður verið með svo­kallaðar bang­sam­essur í tengslum við sunnu­daga­skólann og í barna­starfinu. Af því að bangsarnir hugga bæði og gleðja. En ef það er ein­hverjir sem hugga og gleðja þá eru það gælu­dýrin,“ segir Jóna Hrönn Bolla­dóttir, sóknar­prestur í Vída­líns­kirkju, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Eins og páfinn segir: náttúran er líkami guðs. Og ef náttúran er líkami guðs þá er það bæði mann­fólkið og dýrin og lands­lagið. Þess vegna finnst okkur svo dýr­mætt að bjóða fólki að koma með gælu­dýrin sín og við blessum þau við altarið í Vída­líns­kirkju. Við blessum þarna líkama guðs,“ bætir hún við.

Náttúran er líkami guðs og er það bæði mannfólkið og dýrin, segir Jóna.
Fréttablaðið/samsett

Hundar, hamstrar, dverghamstrar og kettir

Spurð um hvers konar gælu­dýr hefðu mætt í morgun var hún ekki alveg með það á hreinu.

„Ég veit ekki hvað var af dýrum þarna í morgun en það voru að minnsta kosti tuttugu hundar og svo voru kanínur, hamstrar, dverg­hamstrar og kettir og önnur dýr sem ég þekki ekki nafnið á,“ segir Jóna og hlær.

„Þetta er mjög mikil ringul­reið en það eru þarna hundruð gesta og svo eru börnin líka með bangsana sína. En þau eru að þakka þeim fyrir að hugga sig og vera hjá sér. En þetta er alveg svaka­lega skemmti­legt og allt gekk þetta upp.“

Það voru um tuttugu hundar í kirkjunni í morgun.
Ljósmynd/aðsend

„Hvernig dettur þér þetta í hug manneskja“

Jóna segir gælu­dýra­messurnar vissu­lega ó­líkar venju­legum messum og með þeim fylgir alltaf á­kveðið stress.

„Þetta alltaf kvíða­efni en ég vaknaði klukkan sex í morgun með hnút í maganum og hugsaði hvernig dettur þér þetta í hug manneskja. Þú berð á­byrgð á því ef allt fer úr skorðum. En þetta stækkar alltaf með hverju árinu,“ segir Jóna.

„Ég hugsa að það hafi ekki verið eitt sæti laust í kirkjunni. Fyrst komu bara þrír hundar og einn köttur en núna fer þetta stækkandi. Fólk er farið að koma með alls­konar dýr í búrum,“ bætir hún við.

Segir gælu­dýrin hjálpa við missi

Jóna segist hafa hvatt fólk í sínum söfnuði til að fá sér gæludýr eftir missi og deilir hjartnæmri sögu frá ekkju sem fylgdi ráðum hennar.

„En það er eitt­hvað svo fal­legt við þetta en ég þekki það úr minni sál­gæslu að fólk sem verður fyrir missi það er alveg með ó­líkindum hvernig ég hef séð það skipta sköpum í sorgar­ferlinu ef fólk á til dæmis hund. Ein ekkja sagði við mig: Það er þó alltaf ein­hver sem fagnar mér þegar ég kem heim en það er ekki bara að ég opna dyrnar og það heyrist ekkert,“ segir Jóna.

„Þetta al­gjör­lega breytti öllu og mér var alltaf fagnað því annars hefði það bara verið þögnin einn sem hefði mætt mér. Grunnurinn að þessari hug­mynd er reynsla okkar í sál­gæslunni í Vída­líns­kirkju að gælu­dýr gefa ó­trú­legan styrk. Ég hef stundum meira að segja í minni sál­gæslu hvatt fólk til þess að fá sér gælu­dýr. Fólk sem hefur upp­lifað missi og hefur engan,“ segir Jóna að lokum.