Anton Kristinn Þórarins­son sagði við skýrslu­töku í héraðs­dómi í Rauða­gerðis­málinu í dag að hann hefði reynt að tala Angjeli af því að myrða Armando Beqirai hefði hann vitað nokkuð um á­form hans. Hann segist ekki hafa vitað að Angjelin ætti byssu. Meint 50 milljón króna sekt sem lögð hafi verið á Anton hafi verið orðrómur.

Þar sagði Anton að hann og Angjelin væru góðir vinir. Hann sagðist hafa þekkt Armando eitt­hvað að­eins lítil­lega. Anton segist hafa fengið sím­tal á fimmtu­deginum fyrir morðið á Armando frá Goran, fé­laga Armando.

Hann segir Goran hafa viljað losa hann við Angjelin. Hann segir sam­ræðurnar ekki hafa snúið að máli hans sem upp­lýsinga­gjafa fyrir lög­reglu. Hann segir orð­róma bara hafa verið á kreiki um það þá og hann hafi fengið vini sína til að vinna fyrir sig.

50 milljón króna greiðslan orðrómur

Hann segist hafa heyrt orð­róm um það frá Angjelin að þeir, Armando og félagar hans, ætluðu að gera sér eitt­hvað. Anton hafi hins­vegar litið svo á að sættir hafi náðst í málinu. Svo hafi hann heyrt orð­róm um ó­sætti af hálfu Armando og Goran, frá Angjelin. Um 50 milljóna greiðslu. Anton sagði það bara hafa verið orðróm.

Anton segist ekki muna hvort hann hafi fengið ein­hverja til að vakta húsið sitt. Hann svaraði því játandi að vin­kona Angjelin, sem reyndist síðan vera Claudia, unnusta Angjelin, hafi skúrað heima hjá sér.

Að­spurður af sak­sóknara út í ferðina norður, segist Anton að hann­ hafi farið með syni sínum, tveimur fé­lögum og Angjelin. Hann hafi gist auk konunnar sinnar og barna sinna á Sauð­ár­króki. Þau hafi svo fengið bú­stað að láni í Varma­hlíð og tekið einn dag í við­bót í sleða­ferð og svo aftur í bæinn. Allt í allt tvær nætur en strákarnir hafi farið­ fyrr.

Á fimmtu­dags­kvöldinu hafi hann svo fengið sím­talið frá Goran. Hann segist ekki hafa vitað af sím­tali Angjelin og Armando. Hann segist ekki hafa vitað af ferða­lagi Claudiu og Angjelin í Borgar­nesi.

Hann segir ein­hvern hafa hringt í sig og sagt honum að þau hafi farið í Borgar­nes að kaupa kók. Að­spurður út í það að Angjelin hafi skilið símann og úrið eftir hjá honum segist Anton ekki hafa vitað það fyrr en hann var kominn í gæslu­varð­hald sjálfur.

Næst hafi hann heyrt frá Angjelin að þau kæmu aftur í há­deginu til fé­laga þeirra á Sauð­ár­króki í kaffi. Anton segir að­spurður að honum hafi ekki fundist skrítið að Angjelin og Claudia væru þar. en segist ekki vita hve­nær þau komu ná­kvæm­lega.

Hann hafi verið að­ drekka og muni því ekki allt. Anton segir að öllu hafi verið rústað hjá sér þar sem hann sé tengdur við Rauða­gerðis­málið.

Hann segist hafa frétt af dauða Armando um nóttina, þegar Goran hringdi. Hann segist ekki muna hvað ná­kvæm­lega­ hann sagði. Bara að hann hafi verið stunginn en ekki dáinn, að því er Anton minnir.

Að­spurður að því hvort hann hafi rætt við Angjelin daginn eftir dauða Armando segist hann ekki reka minni til þess. Hann segir Angjelin hafa virkað eðli­legan, hann hafi sjálfur verið ný­vaknaður, þau Claudia hafi bara komið í smá stund.

Vissi ekki af byssueign Angjelin

Hann segist ekki hafa vitað að Angjelin ætti byssu. Hann hafi vitað af mynd­bandi í dreifingu. Hann hafi heyrt sög­sagnir að Vla­dimir, Goran og Armando væru að fara fram á að Anton greiddi þeim 50 milljón krónur í sekt. Anton segist ekki muna hvort Goran hafi hótað sér. Það geti verið að hann hafi öskrað á sig.

Hann segist hafa tékkað á sögu­sögnum um skuld þeirra félaga á sínar herðar, það hafi ekki reynst rétt. Anton svaraði því neitandi að hann hefði eitt­hvað með morði ðað gera. Hann hafi ekki haft hug­mynd um neitt. „Ef ég hefði vitað þá hefði ég reynt að tala hann af því,“ sagði Anton.

Anton segist aldrei hafa séð byssuna sem notuð var við morðið og fannst um mánuði síðar. Þá sagðist hann ekki hafa komið við hana.

Þá spurði verjandi Angjelin Anton að því hvort hann hafi munað eftir því að hafa rætt hótanir sem Angjelin hafði fengið. Anton segir að hann muni ekki hve­nær hann heyrði það en að hann muni að hann hafi heyrt af því að ein­hver hafi hótað Angjelin og syni hans.

Hafnaði frá­sögn Angjelin um að þeir hefðu reynt að inn­heimta skuld frá Tona

Goran Kristján Stoja­no­vic, fé­lagi Armando Beqirai sagði ekki rétt að skila­boð sem farið hefðu á milli Armando og Angjelins væru hótanir. Hann sagðist skilja að það liti þannig út, en að sam­skipti Albana væru bara þannig og engin al­vara á baki.

Þar sagðist Goran vita hver Anton Kristinn væri en að það væri ekki rétt sem Angjelin hélt fram á mánu­dag, að þeir Goran og Armando hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Antoni.

Angjelin sagði sjálfur á mánu­dag að málið hefði byrjað þegar Armando kom til sín vegna á­greinings við Anton um 50 milljónir króna. Armando og aðrir á heimili hans hafi beðið Angjelin um að taka börnin hans „Tona“ af honum en Angjelin hafi neitað og þá hafi Armando hótað að senda hann og vini hans úr landi og aftur til Albaníu. Einnig hafi hann hótað að skera hann og son hans á háls að sögn Angjelin.

Að­spurður út í sím­tal milli Armando og Angjelin á fimmtu­dags­kvöldinu fyrir morðið sagði Goran að hann hefði ekki skilið það þar sem það fór fram á albönsku. Síðar hefði hann heyrt að Angjelin hafi hótað í sím­talinu að myrða Armando.

Þá hafi Goran hringt í Anton og hann sagt að hann vildi ekki ráðast á Armando en vildi vita hverjir vildu það. Þá sagði hann að Angjelin og Anton væru ekki vinir, Angjelin væri hundurinn hans.