Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir næstu viku vera afar mikil­væga um fram­haldið í bar­áttunni gegn CO­VID-19. Ef inn­lagnir á spítala aukast ekki til muna þarf að endur­skoða sótt­varnar­að­gerðir og leyfa landinu að lifa með veirunni að mati Kára.

„Við stöndum frammi fyrir skrýtnu vanda­máli. Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upp­lýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólu­settir og við vitum raun­veru­lega ekki hversu stór hundraðs­hluti af þeim verður raun­veru­lega lasinn,“ segir Kári.

„Ef sá hundraðs­hluti er lítill þá held ég að við verðum að breyta nálgun okkar á þessari til­raun til að lifa með þessari veiru. Til dæmis með því að beita ekki sams­konar sótt­varnar­að­gerðum eins og við höfum gert. Leyfa fólki meira frelsi. Leggja okkur við að verja elli­heimili og þá staði sem fólk með undir­liggjandi sjúk­dóma er os­frv. Því að það er ó­mögu­legt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim að­ferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið á­fram að lifa í þessu landi,“ bætir hann við.

Mögu­legt að tíu sinnum fleiri séu smitaðir

Kári segir mikil­vægt að muna að einungis þeir sem eru með ein­kenni eru að fara í skimun þessa daganna og því gæti smit í sam­fé­laginu verið mun meiri.

„Við höfum verið að skima í dag aðal­lega ein­kenna skimun sem þýðir að þeir sem eru ein­kenna­lausir eru mjög ó­lík­legir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu út­breiddari í sam­fé­laginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á ein­kennum það gæti verið toppurinn á ís­jakanum. Það gæti verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í sam­fé­laginu, ein­kenna­lausir,“ segir Kári.

„Þetta er allt saman mjög spennandi en ég held við verðum að halda niðri í okkur andanum. Bíða í svona viku og þá endur­meta nálgun okkur á þetta. Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru til­tölu­lega lítið lasnir þá er þetta eitt­hvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við.

Spurður um hversu lágt hlut­fall inn­lagnir væri á­sættan­legt segist hann ekki geta svarað því.

„Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er við­brögð heil­brigðis­starfs­manna við þessum inn­lögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það við­brögð sam­fé­lagsins. Hvernig bregst sam­fé­lagið við þessu?“

Þríþætt markmið bólusetninga

Kári segir að mark­miðið með bólu­setningum hafi í raun verið þrí­þætt.

„Þegar menn réðust í það að búa til bólu­efni gegn þessari veiru þá var ljóst að mark­miðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bólu­efni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bólu­efni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári.

„Ef að menn eru ó­sáttir með hversu lítil þessi bólu­efni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sér­stök slím­himnu­mót­efni eins og nef­sprey o.s.frv.,“ segir Kári og bendir í því sam­hengi á bólu­efni Sabin við Polio sem var gefið í munn en ekki sprautað.

Kári Stefánsson eftir fund með Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í fyrra.
Fréttablaðið/Valli

Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir að bregðast rétt við

Kári gefur lítið fyrir gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar við ný­legar sótt­varnar­að­gerðir ríkis­stjórnarinnar sem tóku gildi á mið­nætti síðastliðinn laugar­daginn.

„Stað­reyndin er sú, í sótt­vörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkis­stjórnin er að haga sér af fullri á­byrgð með því að bregðast við breyttum að­stæðum,“ segir Kári og bætir við að þegar það er talað um „svikin lof­orð“ sé það bara kjaft­æði.

Hann segist vona inni­lega að veiran muni hverfa úr sam­fé­laginu í bráð en hún gæti mögu­legar verið hér næstu tvö árin.

„Kannski þurfum við að takast á við þetta í eitt eða tvö ár. Þangað til þetta er allt farið. Ég held að þegar heilsu­gæslan kemur úr sumar­fríi þá eigum við að gefa öllum þeim sem fengu Jans­sen bólu­efnið annan skammt. Næsta sem við eigum að gera er að gefa þriðja skammtinn öllum þeim sem eru eldri en 65 ára og öllum þeim sem eru með undir­liggjandi sjúk­dóma. Við eigum að gera allt svo fólk getur tekist á við þessa veiru án þess að vera mjög lasið. Punktur,“ segir Kári að lokum.