Magnús Örn Guð­munds­son, for­seti bæjar­stjórnar Sel­tjarnar­ness, segir gagn­rýni Karls Péturs Jóns­sonar, bæjar­full­trúa Við­reisnar á fjár­mála­stjórn meiri­hlutans í bænum ó­mak­lega.

Magnús bregst þar við bókun Við­reisnar og Nes­lista á fundi bæjar­stjórnar sem Frétta­blaðið greindi frá í gær. Sagði í henni að niður­staða árs­reiknings fyrir 2020 væri sorg­leg og fylli­lega á á­byrgð meiri­hluta sem neitar að horfa í augu við gamal­dags rekstur.

Sagði í bókuninni að reksturinn væri keyrður á­fram á skringi­legri hug­mynd um að hægt sé að veita nú­tíma­lega og vandaða þjónustu á sama tíma og Sel­tjarnar­nes væri ein­hvers konar skattapara­dís. „Það er eðli­legt að bæjar­full­trúa Við­reisnar þyki hug­mynd um skattapara­dís á Sel­tjarnar­nesi skringi­leg hug­mynd enda kemur hún frá honum sjálfum,“ segir Magnús um málið.

„Stað­reyndin er hins vegar sú, og hann á að vita það, að Sel­tirningar borga 3. hæsta út­svar á landinu sam­kvæmt nýjustu ár­bók sveitar­fé­laga, eða um 723 þúsund krónur á mann ár­lega,“ segir Magnús. Til saman­burðar greiði Reyk­víkingar 671 þúsund á mann.

Hann segir að jafn­vægi hafi náðst í rekstri bæjarins, skattekjur hafi hækkað um 4,4% á sama tíma og launa­kostnaður hafi hækkað um 3,9% og annar rekstar­kostnaður hækkaði um 2,7%.

„Þrátt fyrir bók­halds­legt tap vegna hækkunar líf­eyris­skuld­bindingar uppá 226 milljónir erum við stolt af því að hafa varið grunn­rekstur á meðan Co­vid19 far­sóttin geisaði, en bein rekstrar­á­hrif nema 160-170 milljónum króna,“ segir Magnús.

Þrátt fyrir það hafi veltu­fé frá rekstri numið yfir 250 milljónum og nett­fjór­festing sama fjár­hæð. Engin ný lang­tíma­lán hafi verið tekin og bæjar­fé­lagið afar burðugt til að takast á við slík á­föll.

„Lang­tíma­skuldir eru að mestu til­komnar vegna byggingu hjúkrunar­heimilis sem ríki borgar stærstan hluta af og fim­leika­húss sem Reykja­víkur­borg greiðir að mestu. Sel­tirningar eiga hins vegar bæði húsin. Skulda­við­mið er einungis 67%, sem er með því lægtsa sem gerist meðal bæjar­fé­laga. Sel­tjarnar­nes er í góðri stöðu til að byggja frekar upp en nýr bú­setu­kjarni fyrir fatlaða mun brátt rísa auk nýs leik­skóla. Bókun Karls Pétur er best lýst með þvælu eins og kom fram í um­ræðum á bæjar­stjórnar­fundi í gær.“