Edda Falak, viðskiptafræðingur og þátttastjórnandi eins vinsælasta hlaðvarps Íslands Eigin konur, segist standa með Karlottu H. Margrétardóttur sem greindi nýlega frá kynferðisofbeldi sem hún segir sig hafa orðið fyrir af hendi þjóðþekkts manns.

„Stolt af þér og stend með þér,“ skrifaði Edda í story á Instagram og deildi þar frásögn Karlottu sem birtist á vef Fréttablaðsins í gær.

Karlotta greindi frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum en vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið um hvaða mann sé að ræða. Eftir að fréttir birtust um fimm þjóðþekktir menn hefðu stigið til hlíðar eða verið sagt upp störfum eftir að Vítalía Lazareva steig fram í viðtali hjá Eddu Falak, birti Karlotta færslu á Twitter frá vinkonu sinni.

„Eigum við að „nefna“ fleiri svona menn innan Árvaks? I'll go first: Fyrra nafnið rímar við Tinni, seinna við Töve,“ segir í skjáskotinu sem Karlotta deildi.

Aðspurð segist hún hafa heyrt að hún sé ekki ein um að hafa lent í þessum manni en hafi þó ekki fengið staðfestingu um það.

„Fyrir mánuði síðan fór ég heim með manni sem beitti mig hrottalegu kynferðisofbeldi, tók mig hálstaki og sló mig, svo eitthvað sé nefnt. Öll mín mörk urðu að engu í höndum hans, sama hvað ég reyndi,“ lýsti Karlotta í færslu á Instagram.