Breska flug­fé­lagið ea­syJet hefur sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins verið með til skoðunar að taka upp á­ætlunar­flug milli Eng­lands og Akur­eyrar í vetur.

Í gær fengust hvorki svör frá ea­syJet sjálfu né danska fyrir­tækinu Air­port Coordination, sem annast út­hlutun lendingar­tíma á milli­landa­flug­völlum á Norður­löndunum og í Lett­landi og Litáen að auki.

Að sögn Grettis Gauta­sonar, stað­gengils upp­lýsinga­full­trúa Isavia, hefur erindi vegna hugsan­legs flugs ea­syJet ekki borist fyrir­tækinu.

Fyrr í sumar þurfti hið ís­lenska að hætta far­þega­flugi sínu milli Akur­eyrar og London þar sem flug­mála­yfir­völd í Bret­landi sögðu skil­mála fyrir slíku flugi ekki upp­fyllta.