E-Legend er þýskt fyrirtæki sem sett hefur á markað einstakan 805 hestafla sportbíl sem sækir útlit sitt til Audi Quattro rallbílsins. Bíllinn er með yfirbyggingu úr koltrefjum og knúinn áfram af þremur rafmótorum. Einn rafmótor er að framan sem skilar 201 hestafli en tveir 302 hestaf la rafmótorar eru við hvort afturhjól. Raf hlaðan er 90 kWst sem gefur honum 400 km drægni þrátt fyrir af lið. Raf hlaðan er Tlaga svo að farþegar hans geti setið lægra. Fyrsta eintak bílsins er til sýnis í München þessa vikuna og að sögn talsmanna fyrirtækisins er bíllinn aðeins 2,8 sekúndur í hundraðið. Hann verður 1.680 kíló að þyngd og mun geta tekið tvo hringi á Nürburgring í Sport Plus-akstursstillingunni, en hún étur upp orkuna. Aðeins 30 eintök verða framleidd af bílnum og kosta frá 130-160 milljónum króna eftir útgáfum.