Búið er að gera við­eig­andi ráð­stafanir í Efsta­dal II vegna E. Coli smits sem greindist þar í saur­sýni kálfs. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Sölva Arnar­syni, einum eig­enda Efsta­dals II, greindist smitið sem greindist í börnunum aðeins í saursýni kálfs. Ekki í ís eða matvælum sem eru útbúin á bænum.

Fyrr í dag var greint frá því að níu af þeim tíu börnum sem hafa greinst undan­farna vikur með sýkingu af völdum E. Coli bakteríu smituðust líkast til á bænum. Eitt barnið smitaðist af syst­kini sínu.

Búið að einangra tilfellið

Sölvi segir að á bænum, og í raun í sveitar­fé­laginu öllu, hafi verið gott sam­ráð undan­farnar viku við Heil­brigðis­eftir­lit Suður­lands og Mat­væla­stofnun. Brugðist hafi verið við í sam­ræmi við leið­beiningar þeirra.

„Í til­efni af yfir­lýsingu Land­læknis um E. Coli smit ber að taka það fram að þetta smit greinist í kálfi og að um hafi verið að snertingu við dýr. Það hefur verið brugðist við í sam­ræmi við leið­beiningar heil­brigðis­eftir­lits og MAST,“ segir Sölvi, og bætir við:

„Það má taka fram að öll önnur sýni sem voru tekin af bænum úr ís, mat­vælum og öðru sýndu engar tengingar við þessi E. Coli til­felli sem upp hafa komið.“

Hann segir að það sé búið að ein­angra til­fellið. Það sé enginn í snertingu við kálfinn lengur og því sé smit­hætta ekki lengur til staðar. Hann segir að kálfurinn sé undir eftir­liti og í við­eig­andi með­ferð hjá dýra­lækni. Þá var sölu á ís og matvælum hætt, auk þess sem lokað var fyrir snertingu við dýr, þann 4. júlí. Opið er fyrir gesti í Efstadal í dag, en þó ekki í alla þjónustu.

„Þetta er auð­vitað sveita­bær og það er búið að rann­saka alla króka og kima. Það kemur ekki neins staðar sam­svörun við þetta E. Coli sem er að greinast í þessum börnum, nema í saur­sýni hjá þessum kálfi, eins og kemur fram í yfir­lýsingu land­læknis,“ segir Sölvi.

Tóku við rekstri fyrir tveimur árum

Sölvi rekur býlið á­samt þremur syst­kinum sínum og fjöl­skyldum þeirra. Hann segir að þau hafi tekið við rekstri býlisins fyrir tveimur árum af for­eldrum þeirra. Hann segir að á­líka mál hafi ekki áður komið upp á bænum.

Í Efsta­dal II er fjöl­breytt ferða­þjónusta í boði. Þar er bænda­gisting, veitinga­staður, ís­gerð og hesta­leiga. Allar mjólkur­af­urðir sem eru í boði á veitinga­staðnum og ís­búðinni eru fram­leiddar á staðnum úr kúm sem er að finna á bænum.

Systkinin má sjá hér á myndinni að neðan.

Fréttin hefur verið leiðrétt klukkan 17:50. Fyrst stóð að eftir að upp komst um smitið væri opið í alla þjónustu í Efstadal, en það er ekki rétt.