Dýraverndunarsamtök í Þýskalandi mótmæltu fyrir utan kjötverksmiðju í bænum Gütersloh í dag þar sem hundruð starfsmanna greindust með kórónaveiruna í síðasta mánuði, sem varð til þess að fjöldi fólks þurftu að fara í sóttkví og fjölmörg fyrirtæki urðu að loka rekstri sínum á ný. Reuters greinir frá.

Mótmælendurnir klifruðu á þak sláturhússins og báru skilti sem stóð á "Lokið sláturhúsum".

Þá stífluðu mótmælendur einnig stóran aðgangsveg og kröfðust breytinga á núverandi starfsháttum kjötiðnaðar í Þýskalandi.

Ríflega 600.000 manns í bænum Gütersloh urðu að fara aftur í sóttkví þann 23. júní síðastliðinn eftir að fleiri en 1.500 manns sem starfaði fyrir kjötverksmiðjuna greindust með Covid-19.

Þrír mótmælendur voru handteknir og færðir á lögreglustöð í Gütersloh . Á Twitter síðu samtakanna kom fram að yfir hundrað manns hafi tekið þátt í mótmælunum í dag.