Svissnesku dýraverndarsamtökin AWF/TSB svara greinum Ísteka í ítarlegum pistli til fjölmiðla. Í pistlinum er farið yfir notkun PMSG í verksmiðjubúskap, áhrif á heilsu gylta og grísa, áhrif á umhverfið, ímynd hrossabænda, blóðmagn tekið úr hryssum og möguleg brot á íslenskum lögum

Samtökin segja lyf sem framleitt er úr blóði úr íslenskum merum og selt á evrópskum markaði sé aðeins notað í verksmiðjubúskap erlendis til að auka afkastagetu svína- og kúabúa.

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, sagði efni sem framleitt væri í blóði hryssna væri notað til stilla gangmál og auka frjósemi svína, sauðfjár og nautgripa en auk þess hefði einnig reynst vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna dýra á válista og í útrýmingarhættu eins og nashyrninga, tígrisdýra og antilópa svo fátt eitt sé nefnt.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fréttaskýringu er þekkt að efnið eCG, einnig kallað PMSG, sé notuð í tilraunaskyni til að aðstoða við að viðhalda stofni blettatígra en það er þó aðeins dropi í hafið þar sem langstærsti hluti kaupenda PMSG er verksmiðjubændur, þá svína- og kúabændur.

Samtökin vörpuðu ljósi á starfsaðstæður á 40 blóðtökubæjum á Íslandi í skýrslu og birtu myndband sem sýndi ólíðandi meðferð á hrossum á tveimur bæjum. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í dag til fjölmiðla til að svara greinum Arnþórs Guðlaugssonar sem birtust á Vísi 19. desember, 29. desember og 3. janúar.

„PMSG vörur sem er notaðar af MSD Animal Health and Ceva Santé Animale, viðskiptavinum Ísteka, eru leyfiskyld til notkunar á svínum, nautgripum og sauðfjár, einnig geitum, kanínum og minkum. Hvergi má finna í vörulýsingu lyfjanna að það eigi að nota á villtum dýrum, að minnsta kosti ekki í vörum sem eru skráðar í Evrópu,“ segir í grein samtakanna sem má sjá hér og neðst í fréttinni.

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.
Fréttablaðið/Samsett mynd

Segja gyltur ekki geta jafnað sig milli meðgangna

Sabrina Gurtner, fulltrúi samtakanna, segir að samkvæmt opinberum tölum í Þýskalandi voru um 6,4 milljónir skammtar af PMSG notaðir á árunum 2016 til 2019 til að auka frjósemi í gyltum, eða 2,1 milljónir skammta. Það bendi til þess að efnið sé notað á heilu hópana af gyltum en ekki einstaka gyltur sem eigi erfitt með að gjóta.

Samtökin vísa á bug fullyrðingum Arnþórs um að eCG hafi jákvæð áhrif á heilsu grísa með því að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. AWF segir framleiðsu á hormóninu ekki aðeins vekja spurningar um velferð hryssna heldur einnig gylta og grísa.

„PMSG ýtir undir óeðlilega mikla æxlun og gefur gyltum engan tíma til að jafna sig á milli meðgangna. PMSG eykur egglos talsvert (e. superovulation) sem leiðir stærri gotstærða. Örverpin í gotinu deyja oft eða drepast þegar gyltan getur ekki verið með þau á spena. Stærri got eru tengd aukinni dánartíðni grísa,“ segir meðal annars í greininni.

Lítill hluti hrossabænda njóti góðs af blóðmerahaldi

Arnþór sagði í grein sinni á Vísi að notkun lyfjaefnisins hefði jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn.

Sabrina segir þetta langsótt og bendir á að umhverfisáhrif verksmiðjubúskapar séu vel þekkt, um 14,5 prósent af allri koltvíoxíð losun í heiminum. Sömuleiðis segir hún skoðun Ísteka á næringagildi dýraafurða vera úrelta og bendir á að Evrópuþing leggi aukna áherslu á vegan mataræði í sáttmála sínum.

Arnþór benti sömuleiðis á að bændur hafi töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu. Framleiðsla Ísteka sé mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað. Sabrina bendir á að blóðmerahald á Íslandi hafi neikvæð áhrif á ímynd íslenska hestsins og bænda, þá sérstaklega þá sem ekki stunda blóðmerahald.

„Það er mikilvægt að taka fram að aðeins lítill hluti hrossabænda njóti ágóðans af blóðmerahaldi. Meirihluti hrossaræktenda eru ekki með blóðmerahald og eru með tekjur af annars konar starfsemi tengd íslenska hestingum eins og ferðamennsku, ræktun, reiðmennsku, keppni og útflutning,“ skrifar Sabrina.