Saga Film segir nýja spennu­þátta­röð sem fyrir­tækið fram­leiðir í sam­vinnu við sænska fram­leiðslu­fyrir­tækið Yellow Bird, vera þá dýrustu sem fram­leidd hefur verið á Ís­landi.

Þættirnir kostuðu alls yfir einn og hálfan milljarð í fram­leiðslu og tóku sex ár í fram­leiðslu. Til saman­burðar kostaði fyrsta serían af Ó­færð um milljarð króna.

Þátta­röðin er sögð vera „um­hverfis, pólitísk, spennu­drama þátta­röð,“ og telja átta þætti. Þeir voru að stærstum hluta teknir upp í Stykkis­hólmi, þó að sögu­svið þáttanna sé að stærstum hluta Græn­land.

„Stykkis­hólmi var breytt í græn­lenskt þorp, en tökur stóðu yfir frá janúar til apríl á síðasta ári,“ segir í til­kynningu Saga Film. Þá segir að um þrjú hundruð Ís­lendingar hafi komið að gerð þáttanna.

Þrátt fyrir að vera fram­leidd af Yellow Bird, sem meðal annars hefur komið af fram­leiðslu Sti­eg Larson þrí­leiksins og Walland­er, voru yfir­fram­leið­endur ís­lenskir. Þeir segja það hafa verið stóra á­skorun að fram­leiða þætti á borð við þessa.

Þættirnir hafa þegar verið seldir til fjöl­margra er­lendra sjón­varps­stöðva. Þeir verða frum­sýndir í Sví­þjóð í byrjun febrúar og á Ís­landi um miðjan febrúar.