„Við þurfum að fara í alveg gagn­­gera endur­­­skoðun á þessu,“ segir Sig­ríður Björns­dóttir yfir­­­dýra­­læknir í hrossa­­sjúk­­dómum hjá Mat­væla­stofnun, í Frétta­vakt kvöldsins á Hring­braut, spurð út í eftir­­lit með blóð­töku úr fyl­fullum hryssum.

Frétta­vaktin er á dag­­skrá á Hring­braut alla virka daga kl. 18.30.

Úti­lokar ekki að mynd­skeiðið hafi verið klippt til

Sig­ríður var til svara vegna mynd­­skeiðs al­­þjóð­­legra dýra­verndunar­­sam­­taka af illri með­­ferð á slíkum hryssum sem birtist um helgina. Hún segir MAST ekki hafa haft vit­neskju um þær að­­stæður sem sáust þar. Sig­ríður úti­­lokar ekki að mynd­­skeiðið hafi verið klippt til.

Hún segir hið um­­rædda mynd­skeiðið hafa komið sér veru­­lega á ó­­vart. „Ég hef nú sjálf verið tölu­vert í eftir­­liti með þessari starf­­semi og þetta er ekki sú birtingar­­mynd sem ég hef séð á mínum ferðum,“ segir Sig­ríður.

Hún úti­­lokar ekki að kæra verði lögð fram.

Sig­ríður segist þó eiga eftir að grand­­skoða mynd­­skeiðið. „Það er auð­vitað hægt að klippa saman vond augna­blik. Ég á eftir að fara dýpra í það hvað stendur raun­veru­­lega á bak við þetta, hversu lang­varandi eða við­varandi þetta er og á eftir að taka skýrslur af fólki sem þarna kemur.“

Að­­spurð hvort á­­stæða sé til að stöðva blóð­­mera­­iðnað segir Sig­ríður að það sé erfitt að segja til um: „Um­­­fram allt þá þarf að sjá til þess að það sé farið eftir þeim reglum sem eru settar.“

Ísteka annast eftrlit með sjálfu sér

Líf­tækni­fyrir­tækið Ís­teka fram­leiðir frjó­semis­lyf úr blóðinu fyrir svína- og naut­gripa­rækt. Það annast eftir­lit með sjálfu sér á sama tíma og það sér um sjálfa blóð­tökuna. Sig­ríður segir þetta fylgi­fisk þess kerfis sem er við lýði hér á landi:

„Þeim er gert að hafa eftir­lit, eins og fyrir­tækjum mörgum í við­kvæmri starf­semi í okkar landi. Við erum bara með þannig eftir­lits­kerfi að við byggjum mikið á innra eftir­liti fyrir­tækja til dæmis í mat­væla­fram­leiðslu og fleiru. Þannig að það er ekkert ó­eðli­legt að byggja á því,“ segir Sig­ríður.

„Ef það kemur í ljós að það eru al­var­legir brestir í því þá verður það bara tekið til endur­skoðunar,“ bætir hún við.

Þá segir Sig­ríður að MAST hafi tíma til þess að endur­skoða rammann utan um starf­semina, enda starf­semin árs­tíða­bundin og langt í næsta blóð­töku­tíma­bil.

Starf­semin hefur vaxið undan­farin ár og sam­kvæmt heimildum Frétta­vaktarinnar eru um 5.400 hryssur nýttar. Því getur reynst erfitt að fylgjast með starf­seminni.

Sig­ríður segir MAST heim­sækja um 20 prósent starfs­stöðvanna: „Við erum með reglu­bundið eftir­lit með þessu og sem svarar til að við erum að heim­sækja sirka 20 prósent af starfs­stöðvunum, á meðan að blóð­tökunni stendur,“ segir Sig­ríður.

Sig­ríður tekur þó fram að MAST hafi reglu­lega fengið góðar á­bendingar frá dýra­læknum og hafi í á­kveðnum til­fellum stöðvað blóð­töku­starf­semi.