Innlent

Dvaldi sjálf­viljugur í viku á Kvía­bryggju

Í nýjum pistli lýsir afbrotafræðiprófessor við Portsmouth háskóla í Bretlandi vikudvöl sinni í fangelsinu á Kvíabryggju.

Kvíabryggja heillaði afbrotafræðiprófessorinn. Fréttablaðið/Pétur

Íslensk fangelsismál eru afbrotafræðiprófessornum Francis Pakes við Portsmouth háskóla í Bretlandi afar hugleikin en í nýjum pistli lýsir hann því hvernig hann hafði samband við íslensk fangelsismálayfirvöld og fékk að dvelja í viku í fangelsinu á Kvíabryggju. Í pistlinum lýsir Pakes nokkuð ítarlega dvöl sinni á Kvíabryggju og lýsir undrun sinni á því hve lítið er gert til þess að koma í veg fyrir að fangar flýi úr fangelsinu.

„Fjarvera öryggisskilrúma kom flatt upp á mig. Fangelsið hafði engar girðingar en í staðinn var skilti sem segir aðkomufólki að halda sig fjarri.“

Þá næst lýsir hann því hvernig hann keyrði einfaldlega að fangelsinu og lagði bíl sínum. „Ég labbaði svo inn um hurðina (já, dyrnar voru opnar) og sagði hæ. Ég fékk strax kvöldmat sem eldaður var af einum samfanga sem þekkti mig frá fyrri heimsókn.“

Þá lýsir Pates daglegu lífi í fangelsinu og hvernig fangar og starfsfólk fangelsins vinni saman. Maturinn hafi þannig verið keyptur í samstarfi og fangarnir eldað matinn, sem hafi verið góður. Þá hafi það komið Pakes á óvart að fangar læsi ógjarnan herbergjum sínum og sofi jafnframt í ólæstu herbergi.

„Lífið á Kvíabryggju snýst að öllu leyti um traust. Mér fannst það erfitt fyrst, vitandi að vegabréfið mitt og bíllyklar væru í herberginu mínu. En á endanum gerði ég eins og allir hinir fangarnir og svaf meira að segja með ólæsta hurð. Ég svaf eins vel og barn. “

Í niðurlagi pistilsins lýsir Pates því að það sem hafi komið honum mest á óvart hafi verið óformlegheit í samskiptum á milli fanga, óháð því hvaða glæpi þeir hafi framið. Lífið í fangelsinu, eins furðulegt og það hafi verið í upphafi, sé rökrétt.

„Það sem ég tek með mér úr þessari reynslu er áherslan á Kvíabryggju á það að allir geti átt í samskiptum við hvern annan. Þar sem fangar og starfsfólk deila rými, sögum og samfélagsvitund eru hærri líkur á því að fangar umbreyti lífi sínu til hins betra.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Innlent

Vara við hríð og slæmri færð

Auglýsing

Nýjast

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Vetrarfærð í öllum landshlutum

Auglýsing