Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók karl­mann í mið­borginni í gær­dag, en sá reyndist hafa dvalið of lengi á Schen­gen svæðinu sem ferða­maður. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að búið sé að taka skýrslu af manninum og sætir hann nú brott­vísunar­ferli af landinu sam­kvæmt reglum um of langa dvöl innan Schen­gen.

Lög­regla hafði í nægu að snúast ný­liðna nótt, en mikið var um til­kynningar sem tengdust ölvun, slags­málum og há­vaða. Sex öku­menn voru stöðvaðir í mið­borginni, grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis. Allir voru sendir í sýna­töku og þeim sleppt að henni lokinni.

Þá barst lög­reglu til­kynning um yfir­standandi inn­brot í verslun í Kópa­vogi. Sam­kvæmt til­kynningunni var um að ræða nokkra aðila sem fóru af vett­vangi á bif­reið. Meintir inn­brots­þjófar voru hand­teknir vegna málsins og vista þeir nú fanga­klefa, en málið er í rann­sókn.