Milljóna­mæringurinn Robert Durst, sem var í síðustu viku fundinn sekur um að myrða vin­konu sína Susan Ber­man árið 2000 hefur greinst með Co­vid-19 og er í öndunar­vél.

„Það eina sem við vitum er að hann greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19. Hann er á spítala og í öndunar­vél,“ sagði Dick DeGu­erin, lög­maður hans, við fjöl­miðla vestan­hafs. Hann sagði Durst líta hræði­lega út og að hann ætti erfitt með andar­drátt.

Durst var greindur með Co­vid-19 að­eins tveimur dögum eftir að hann var sak­felldur fyrir morðið á Ber­man en hún var skotin í höfuðið á heimili sínu á Þor­láks­messu árið 2000. Greint er frá á vef NBC.

Fjallað var um mál Durst í Frétta­blaðinu um helgina en Ber­man var vin­kona eigin­konu Durst sem hvarf árið 1982 og hefur ekki sést síðan. Ber­man er sögð hafa átt fund með lög­reglunni árið 2000 sem hún komst aldrei á.

Saga milljóna­mæringsins er lyginni líkust. Hann var ekki meðal grunaðra vegna morðsins á Susan Ber­man um margra ára skeið, en við­töl við Durst í heimilda­þáttunum The Jinx: The Life and De­at­hs of Robert Durst, sem kom út árið 2015, breyttu öllu.