Norski fjölmiðillinn VG greinir frá því kvöld að honum hafi borist fjölda ábendinga um dularfull og óvenjuleg ljós á himninum í kvöld.

Ljósin sem um ræðir líkjast stjörnum í fyrstu, en færa sig síðan saman í beinni línu um himininn.

VG, sem birtir myndband af fyrirbærinu, segist hafa fengið tugi ábendinga um það í kvöld, frá austur, suður og vestur Noregi.

Haft er eftir einum þeirra sem sá ljósin að hann hafi talið um þrjátíu ljós sem færðu sig saman í línu eins og lest, alveg hljóðlaust.

Talsmaður stjörnufræðifélags Noregs, Tore Alvesen, telur líklegt að um sé að ræða ljós frá gervitunglum Starlink, sem er í eigu Elon Musk.

„Þessi ljós eru líklega frá mannanna hendi,“ segir hann.