Á eyju und­an strönd­um Jem­en, mitt í einn­i mik­il­væg­ust­u sigl­ing­a­leið heims, rís nú dul­ar­full flug­her­stöð. Ekkert ríki hef­ur við­ur­kennt að stand­a að baki bygg­ing­u henn­ar á eyj­unn­i Ma­y­un í Bab el-Mand­eb-sund­i, sem er fyr­ir mynn­i Rauð­a­hafs og skil­ur það frá Aden­fló­a.

Stjórn­völd í Jem­en, þar sem borg­ar­a­stríð hef­ur stað­ið í ár­a­rað­ir, segj­a vís­bend­ing­ar um að baki henn­i stand­i Sam­ein­uð­u ar­ab­ísk­u furst­a­dæm­in. Þau hafa veitt stjórn­völd­um stuðn­ing í stríð­in­u en til­kynnt­u fyr­ir tveim­ur árum að þau hyggð­ust drag­a her­lið sitt til baka frá land­in­u.

Stað­setn­ing eyj­unn­ar ger­ir það að verk­um að hver sá sem er með her­stöð þar get­ur stjórn­að stór­u haf­svæð­i, þar sem mik­ið af flutn­ing­a­skip­um fer um. Lögð var stór flug­braut á eyj­unn­i þar sem flug­vél­ar af stærst­u gerð geta lent.

Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um AP inn­an jem­ensk­u stjórn­ar­inn­ar hafa skip frá furst­a­dæm­un­um að und­an­förn­u flutt vopn, bún­að og her­menn á Ma­y­un-eyju. Þeir segj­a að furst­a­dæm­in hafi kraf­ið stjórn Jem­en um tutt­ug­u ára leig­u á eyj­unn­i en því ver­ið neit­að.