Andrzej Duda, for­seti Pól­lands, mun fara með nauman sigur í for­seta­kosningunum í Pól­landi sem fara nú fram, ef marka má fyrstu út­göngu­spár sem birtust fyrir skemmstu. Hann mun fá 50,4 prósent at­kvæða sam­kvæmt þeim en mót­fram­bjóðandi hans, Rafal Trza­kowski, borgar­stjóri Var­sjár, 49,6 prósent.

Fyrstu út­göngu­spárnar birtust klukkan sjö í kvöld þegar kjör­staðir í Pól­landi lokuðu. Á Ís­landi geta pólskir ríkis­borgarar enn kosið í pólska sendi­ráðinu, sem er til húsa í Þórunnar­túni, til klukkan níu í kvöld. 4500 Pól­verjar eru á kjör­skrá á Ís­landi.

Búist var við því að mjótt yrði á munum milli fram­bjóð­endanna en reynist spárnar réttar er ljóst að ekki einu sinni einu prósentu­stigi mun muna á fylgi þeirra. Skoðana­kannanir síðustu daga og vikur í Pól­landi hafa verið mjög mis­jafnar; sumar spáð Duda sigri en aðrar Trza­kowski.

Trza­kowski er al­mennt talinn öllu frjáls­lyndari en Duda og hefur hann meðal annars talað fyrir auknu jafn­rétti fyrir konur og hin­segin fólk.

Rafal Trza­kowski, borgar­stjóra Var­sjár, er spáð 49,6 prósenta fylgi.
Fréttablaðið/Getty