Theó­dóra Björg Lofts­dóttir mætti í fyrsta hlað­varps­þátt DV þar sem henni hefur of­boðið um­ræðuna um þol­endur kyn­ferðis­of­beldis að undan­förnu. Hún nefnir sér­stak­lega skrif leik- og fjöl­miðla­konunnar Steinunnar Ó­línu Þor­steins­dóttur.

Theó­dóru var nauðgað á­samt sam­starfs­konu sinni af yfir­manni þeirra á Hard Rock Café árið 2003. Maðurinn, Said Lak­hlifi, var dæmdur í tveggja ára fangelsi en hélt á­fram vinnunni í eitt ár eftir at­vikið, eða í þrjá mánuði eftir að dómurinn var fallinn. Hann var látinn fara stuttu eftir að blaða­menn DV fóru að spyrjast fyrir um það hvers vegna hann væri enn við störf.

Stelpurnar voru báðar ofur­ölvi þegar Said braut á þeim og lentu í druslu­skömmun frá sam­fé­laginu í fram­haldinu. Theó­dóra flúði land eftir að hafa farið í geð­rof en kjafta­sögurnar og um­talið gerði út af við hana and­lega, segir hún.

Nú, tæpum tuttugu árum síðar, er Theó­dóra orð­laus yfir því að um­ræðan sé ekki búin að ná lengra og að enn beri mikið á þol­enda­skömm. Ný­legur pistill Steinunnar Ó­línu um að fólk þyrfti að bera á­byrgð á sinni eigin á­fengis­neyslu gerði út­slagið fyrir Theó­dóru.

„Ég er alveg í sjokki yfir þessu. Ég er búin að vera að lesa undan­farið hvað fólk er að skrifa, þjóð­þekktir ein­staklingar, sem stuðar mann svaka­lega þegar maður er þolandi. Mér líður eins og ég sé að fara í gegn um þetta aftur, eins og þessi druslu­skömm sé látin við­gangast. Mér finnst eins og Steinunn Ó­lína segi hreint út að konur þurfi bara að passa sig á því að drekka ekki. Við eigum að geta klætt okkur í það sem við viljum og drukkið það sem við viljum án þess að það sé brotið á manni,“ segir Theó­dóra í sam­tali við DV.

Hlusta á við­talið í heild sinni.