Druslu­gangan, sem átti að fara fram í mið­bæ Reykja­víkur á morgun, hefur verið frestað um ó­á­kveðinn tíma. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá skipu­leggjum há­tíðarinnar og á sam­fé­lags­miðlum.

Nýjar tvö hundruð manna sam­komu­tak­markanir taka gildi á mið­nætti á morgun en þrátt fyrir það hafa skipu­leggj­endur tekið þá á­kvörðun að fresta göngunni.

„Líkt og co­vid19 hefur of­beldi gífur­leg á­hrif á allt sam­fé­lagið en þá sér­stak­lega við­kvæmustu hópa sam­fé­lagsins og við getum því ekki með góðri sam­visku boðið upp á hópa­myndun, eins og Druslu­gangan er, á meðan staðan er eins og hún er,“ segir Eva Sigurðar­dóttir, einn skipu­leggj­enda.

Varningur tengdur Druslu­göngunni mun verða seldur á netinu en ekki er ljóst hve­nær eða hvort gangan muni fara fram í ár.

„Við hvetjum allar Druslur til að halda upp á Druslu­göngu­daginn með því að hlúa að sér og sínum nánustu, halda á­fram að styðja við þol­endur of­beldis og halda um­ræðunni á lofti,“ segir í til­kynningunni.