Innlent

Druslugangan á Airwaves: Vilja tryggja öryggi allra

Druslugangan og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves efndu til samstarf fyrir hátíðina í ár til að tryggja öryggi gesta og koma í veg fyrir að gestir yrðu fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á hátíðinni.

Helga Lind, talskona Druslugöngunnar, segir að markmið samstarfsins sé að gestir viti að þeir geti leitað til starfsfólks hátíðarinnar verði þau fyrir áreitni og að þau viti að það verði tekið á slíkri áreitni

Druslugangan hefur í samstarfi við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina unnið að því að bæta fræðslu og forvarnir í ár er varðar kynferðislega áreitni og ofbeldi á tónlistarhátíðinni. 

Nýleg bresk rannsókn sýndi fram á að allt að 43 prósent kvenkyns gestir slíkra hátíða í Bretlandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á tónlistarhátíð.

Helga Lind Mar, talskona Druslugöngunnar, flutti fyrirlestur á Hótel Plaza í dag um verkefnið. Að sögn Helgu eru ekki til álíka upplýsingar um tíðni ofbeldis á hátíðum og greint er frá í bresku rannsókninni en segir að vísbendingar um tíðni megi þó alltaf finna hjá bæði Stígamótum og Neyðarmóttökunni um fjölda sem leita til þeirra að loknum hátíðum.

Hún segir að aðstandendur Airwaves hafi haft samband við Druslugönguna til að fá aðstoð og ráðleggingar til að tryggja öryggi gesta á hátíðinni. Í kjölfar þessu fóru aðstandendur Druslugöngunnar ásamt Hrönn Sveinsdóttur frá Neyðarmóttökunni á fund með yfirmönnum öryggismála allra viðburðastaða hátíðarinnar.

„Við fórum í nokkrar mismunandi aðgerðir. Aðallega snerist það um að búa til verklagsreglur og þjálfa og fræða starfsfólk eins og dyraverði og annað öryggisstarfsfólk um hvernig eigi að bregðast við þegar eitthvað kemur upp. Og annað sem við lögðum áherslu á er að vera „próaktíkur“, það er að grípa inn í þegar þú sérð að eitthvað er að gerast. Athuga með og stoppa fólk,“ segir Helga í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Skilti á salernum allra viðburðastaða

Auk þess bjuggu þær til skilti sem hengd hafa verið upp á salerni allra viðburðastaða þar sem gestum er sagt að þau eigi að geta skemmt sér án áreitni og verði þau vitni að eða verði sjálf fyrir áreitni geti þau leitað til næsta starfsmanns. 

Þá hafi verið send út tilkynningin til allra gesta sem nýta sér Airwaves-appið síðasta miðvikudag, við upphaf hátíðar, þar sem þeim var tilkynnt að áreitni eða ofbeldi liðist ekki á hátíðinni og fólk hvatt til að passa upp á hvort annað.

Könnun til að kanna upplifun

Helga segir að það séu mörg verkefni sem þær hafi ekki komist í með hátíðinni vegna lítils tíma en er bjartsýn á að samstarfið haldi áfram og þær geti gert meira síðar. Hún vilji sem dæmi sjá hátíðir taka almennilega á áreitni og ofbeldi og segir að til dæmis gætu þau sent út kannanir að hátíð lokinni þar sem gestir eru spurðir út í upplifun sína.

„Alveg eins og er gert eftir ráðstefnur og aðra viðburði, og fólk er spurt um upplifun sína. Það væri svo mikið skref fram á við ef að hátíðir myndu taka almennilega á þessu og spyrja um upplifun fólks, hvort það hafi orðið fyrir áreitni eða hvort það hafi horft upp á áreitni,“ segir Helga.

Gott fyrsta skref

Hún leggur þó áherslu á að þrátt fyrir að þau hafi ekki komist í öll verkefni núna, þá er það alltaf gott fyrsta skref að vilja leggja áherslu á öryggi gesta.

„Bara það að taka þetta fyrsta skref, að vilja að leggja áherslu á þetta, er gott. Þetta snýst um vitneskju gesta. Að þau viti að þau geti leitað til starfsfólks og að það sé tekið á slíkum málum. Að búa til menningu þar sem fólk er tekið trúanlegt,“ segir Helga að lokum.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing