Elísabet Bretlandsdrottning dregur sig til hlés vegna tognunnar í baki. Hún missir af minningarathöfn til heiðurs föllnum hermönnum sem átti að fara fram í dag.

The Guardian greinir frá.

Viðvera hennar í minningarathöfninni hefði við fyrsta opinbera verkefnið frá því að hún þurfti að taka sér hlé frá störfum að læknisráði.

Í tilkynningu frá Buckingham höll segir að drottningin sé mjög vonsvikin yfir því að missa af minningarathöfninni.

Í stað hennar mun Karl Bretaprins vera viðstaddur við athöfnina og mun hann leggja blómsveig sem minnisvarða um alla þá föllnu bresku hermenn.