Erlent

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Philip prins lenti í hörðum árekstri í vikunni. Síðan þau hafa þau hjónin, drottningin og prinsinn, bæði sést beltislaus undir stýri.

Elísabet undir stýri árið 1982. Getty Images

Bæði Elísabet Bretlandsdrottning og Philip prins, eiginmaður hennar, hafa sést aka beltislaus undir stýri undanfarinn sólarhring. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Philip prins hafi lent í hörðum árekstri á fimmtudaginn.

Daginn eftir slysið sást Elísabet aka Range Rover-bifreið sinni beltislaus, rétt hjá þeim stað þar sem Philip lenti í slysinu. Drottningin lærði að keyra þegar hún gegndi herþjónustu árið 1945. Hún er þó ekki með bílpróf og þarf þess ekki. Kóngafólk er nefnilega undanþegið ýmsum lögum og samfélagsskyldum.

Sjá einnig: Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Í yfirlýsingu á vefsíðu hennar hátignar kemur fram að jafnvel þó ekki sé hægt að sækja drottninguna til saka þá leggi hún sig fram við að fara að lögum í hvívetna.

Lögreglan í Norfolk þurfti að hafa afskipti af Philip prins, sem er 97 ára gamall, í gær, aðeins tveimur dögum eftir slysið. Þá náðist af honum mynd þar sem hann sat beltislaus undir stýri. Hann mun hafa fengið vinsamleg tilmæli. Í árekstrinum valt jeppi hans á hliðina. Hann slapp ómeiddur en í hinum bílnum úlnliðsbrotnaði kona.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Írland

Írar á­hyggju­fullir: Brexit án samnings yrði „brjál­æði“

Erlent

„Ekki mitt val að verða for­­síðu­­stúlka fyrir Íslamska ríkið“

Erlent

Hætta vegna gyðinga­and­úðar Cor­byn og Brexit

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing