Hið gríðar­stóra far­þega­skip Qu­een Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfa­bakka í Sunda­höfn nú í morguns­árið. Skipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, 345 metrar að lengd.

Far­þegar um borð eru ríf­lega 2.691 talsins og hátt í þrettán hundruð manns eru í á­höfninni. Eng­lands­drottningin sjálf, Elísa­bet, gaf Qu­een Mary 2 nafnið árið 2004 og sama ár fór skipið í jóm­frúar­siglingu sína.

Skipið er glæsi­legt að utan sem innan, en í því er að finna fjöldann allan af veitinga­stöðum og börum, eða fimm­tán stykki, fimm sund­laugar, spila­víti, dans­sal og stjörnu­sal.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið innan úr Queen Mary 2.