Elísabet Bretlandsdrottning dvaldi á spítala síðustu nótt vegna rannsókna. Læknar drottningarinnar sendu hana til sérfræðinga í London síðdegis í gær og gisti hún í kjölfarið á spítalanum.

Þetta kemur fram á vef The Sun.

Þetta er fyrsta nóttin hennar á sjúkrahúsi í átta ár og var það gert til að gæta fyllsta öryggis drottningarinnar. Elísabet var svo útskrifuð um hádegisbil í dag í góðum gír og var ekki lengi að koma sér fyrir aftur við skrifborð sitt í höllinni.

Samkvæmt tilkynningu frá höllinni segir að drottningin hafi átt að hvílast í nokkra daga að læknisráði. Hún hafi síðan farið á spítalann á miðvikudaginn í nokkrar rannsóknir þar sem hún svo dvaldi yfir nótt. Drottningin hafi snúið aftur í kastalann um hádegisbil í dag.