Í dag hefur loksins minnkað hitinn í norð­vestur­hluta Banda­ríkjanna og í hluta Kanada en þar voru í vikunni slegin hita­met þegar hiti fór upp í 46,1 gráðu í bænum Lytt­le. Elis Veigar Ingi­bergs­son hefur búið í Vancou­ver í Kanada í nokkur ár og segist aldrei hafa upp­lifað annað eins.

„Hitinn fór í 46 gráður innan­lands eða á stað sem er í þriggja klukku­stunda aksturs­fjar­lægð frá mér,“ segir Elis Veigar í sam­tali við Frétta­blaðið í kvöld.

„Það var svo skrítið að vera í svona hita. Það kom mér mikið á ó­vart samt hversu lítið þetta truflaði mig. Vana­lega þoli ég ekki of heitt eða of kalt en af ein­hverjum á­stæðum þá leið mér nokkuð vel. Í dag er orðinn aftur venju­legur hiti og mér er bara kalt,“ segir Elis en hitinn núna er 26 gráður hjá honum.

Hann segir að ef hita­stigið mælist svo heitt, vana­lega, sé það heitt á þeirra mæli­kvarða en eftir eftir hita­bylgjuna er raki í loftinu og á­kveðið „svita­belti“ hjá honum.

Á meðan hita­bylgjunni stóð var Elis Veigar í vinnunni en þar er loft­kæling. Hann segir að vegna þess að hitinn sé vana­lega ekki svona mikill sé það ekki „standard“ að vera með loft­kælingu. Í í­búðinni hans, sem er í fimm ára gömlu húsi, sé loft­kæling í for­stofunni og hann hafi vitað til þess að fólk hafi haldið til þar.

Hitinn bærilegur ef þú gerðir ekki neitt

Hann segir að hitinn hafi verið bæri­legur úti ef maður var í skugga og kyrr en um leið og maður þurfti að gera eitt­hvað hafi svitinn byrjað að perla.

„Við drógum fyrir glugga­tjöldin og lokuðum gluggum til að halda hitanum úti því annars var ó­bæri­legt inni,“ segir Elis.

Hann segir að hann og maðurinn hans séu heppnir með það að í í­búðinni þeirra eru svalir yfir suður­glugga og því nær sólin aldrei að skína beint inn.

„Það reddar helling. Það sýður ekki í­búðin. Ég er með mikið af plöntum og það var mikið rætt í Face­book-grúppum um plöntur að það þyrfti að gera sér­stakar ráð­stafanir svo að plönturnar myndu ekki brenna yfir,“ segir Elis.

Hann segir að hitinn hafi verið svo mikill að hita­beltis­plöntur hafi verið að skemmast.

Hann segir að enn sé við­vörun í gangi en telur að þessi ofsa­hiti sé búinn. Hann á þó von á því að það verði aftur hlýtt í ágúst sem er oft einn heitasti mánuðurinn.

„Það er sumar fram í septem­ber. Það hefur yfir­leitt ekki verið svona heitt en það hefur verið það heitt að fólk kvartað yfir því. Þú getur því í­myndað þér hvernig var í gær þegar hitinn var tvö­faldur það.“

Hann segir að þrátt fyrir að þeir hafi verið viftur í gangi hafi verið erfitt að sofa á meðan hita­bylgjunni stóð og því vonist hann alls ekki til þess að þetta verði aftur svona.

„Fólk trúir mér aldrei um veðrið á Ís­landi og hversu hræði­legt það er. Mér hefur, frá því að ég kom hingað, liðið eins og sé í hita­belti en þetta hitakast tók þetta alveg á nýjar hæðir,“ segir Elis að lokum.

Hitinn var aðeins bærilegur í skugga og ef maður var aðgerðarlaus að sögn Elis.
Fréttablaðið/Getty